Bregðast við dræmri miðasölu á ofurleikinn Benedikt Bóas skrifar 13. júlí 2017 06:00 Frá blaðamannafundinum þegar leikurinn var kynntur með pomp og prakt. Laugardalsvöllurinn er minnsti völlurinn sem Super Match hefur farið fram á en stefnan er enn að slá áhorfendametið sem nú er 20.200. vísir/ernir Íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfingaleik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í sams konar leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Svíþjóð. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miðaverð er frá 5.899 en dýrustu miðarnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaherferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svokölluðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leikmönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undrabarnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykilmenn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlinum árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hugmyndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfingaleik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í sams konar leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Svíþjóð. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miðaverð er frá 5.899 en dýrustu miðarnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaherferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svokölluðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leikmönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undrabarnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykilmenn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlinum árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hugmyndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45