Sport

Gunnar kominn með allar græjur frá UFC | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar mátar hanskana.
Gunnar mátar hanskana. mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
Það var rólegt að gera hjá Gunnari Nelson í Glasgow í gær en það er meira á dagskránni í dag.

Í gær þurfti hann að fara og skrifa á fjölda plakata eins og venja er.

Svo fékk hann allar græjur sem hann þarf að fá frá UFC. Keppnisbuxur, hanska, utanyfirgalla, inniskó og allan pakkann.

Í dag er svo fjölmiðladagurinn stóri og þá mun Gunnar hitta andstæðing sinn, Santiago Ponzinibbio, í fyrsta skipti.

Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

Skórnir klárir.mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
Buxurnar passa.mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
Rétt merktur og klár í slaginn.mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
MMA

Tengdar fréttir

Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow

Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag.

Ég er alltaf jafn stressaður

Haraldur Dean Nelson er afar stoltur af syni sínum, Gunnari, sem er í aðalbardaga á UFC-kvöldi í Glasgow um helgina. Ef vel fer á þessu stóra kvöldi vonast faðirinn eftir því að Gunnar mæti næst manni á topp 5.

Jón Viðar: Gunni vill yfirleitt sofa út

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að staðan á Gunnari Nelson í aðdraganda bardagans gegn Santiago Ponzinibbio um helgina sé mjög góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×