Sport

Jón Viðar: Gunni vill yfirleitt sofa út

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Viðar og Gunnar á æfingu.
Jón Viðar og Gunnar á æfingu. vísir/vilhelm
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, segir að staðan á Gunnari Nelson í aðdraganda bardagans gegn Santiago Ponzinibbio um helgina sé mjög góð.

„Þyngdin er flott og einhver tvö til þrjú kíló sem hann þarf að henda af sér. Við tökum nokkrar rólegar æfingar í vikunni og höldum honum heitum og ferskum,“ segir Jón Viðar en Gunnar var nánast kominn niður í rétta þyngd á dögunum og verður því ekki í vandræðum þar eins og venjulega.

Jón Viðar þjálfar Gunnar og hefur farið með honum í alla bardaga. Þeir eru því orðnir ansi vanir þessu UFC-lífi.

„Það er ekkert nýtt í þessu lengur heldur erum við bara að mæta í vinnuna og vitum nákvæmlega hvað er að gerast. Það er því ekki stress í kringum þetta eins og var kannski fyrst,“ segir Jón en lítið í ferlinu fer í taugarnar á þeim.

„Viðtölin eru reyndar oft svolítið mörg og byrja snemma á morgnana. Það pirrar Gunna kannski svolítið því hann vill yfirleitt sofa út. Hann fær alltaf sömu spurningarnar aftur og aftur. Hann stundum gleymir því hvað hann var að tala um. Það er bara eins og hann er.“

Íþróttadeild 365 er komin til Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.



MMA

Tengdar fréttir

Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow

Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×