Lífið

Loksins ein sem segist ánægð með Costco-myndina sína

Jakob Bjarnar skrifar
Myndatökurnar í Costco eru alræmdar en Erla lætur sér hvergi bregða.
Myndatökurnar í Costco eru alræmdar en Erla lætur sér hvergi bregða.
Erla Hlynsdóttir fyrrverandi blaðamaður og nú framkvæmdastjóri Pírata, er ánægð með passamyndina af sér á Costco-kortinu. Ef marka má orð hennar á Facebook. Þetta sætir nokkrum tíðindum því flestir fórna höndum þegar þeir sjá sína Costco-mynd.

„Góð mynd af mér,“ tilkynnir Erla vinum sínum á Facebook, að því er virðist harla ánægð með nýja kortið sitt og myndina. Eða, til þess að gera. Erla er ein af fáum sem gefa sig út fyrir að vera ánægð með Costco-myndatökuna sem svo margir hafa farið í til að gera hin mikilvægu Costco-kort sín gild.

Á Facebooksíðu hennar segir vinkona Erlu: „Haha myndin mín er líka hræðileg. Alls konar undirhökur sem ég vissi ekki af því myndavélin er í eins meters hæð og tekur myndina þá upp á við. Ég þorði ekki að setja hana á Fb en deildi henni á snapchat.“

En, Erla lætur sér hins vegar hvergi bregða og lýsir því hvernig hún aðlagaðist hinum nýja lífsstíl sem aðild að Costco-fjölskyldunni felur í sér, eins og að drekka vatn.

„Var á fullu að spjalla við mann sem var líka að koma í fyrsta skipti á meðan við biðum eftir meðlimakortunum, sýndum hvort öðru staðfestingarpóstinn sem við fengum frá Costco og svona bara eins og maður gerir. Svo rákumst við hvort á annað í snakkdeildinni og heilsuðumst eins og gamlir vinir,“ segir Erla og með fylgir hið merkingarþrungna myllumerki: „#costco“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×