Símaforstjóri segir opinbert fé vera misnotað í Gagnaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur vinna við að leggja ljósleiðara í jörð. Mynd/Gagnaveita Reykjavíkur „Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira