Símaforstjóri segir opinbert fé vera misnotað í Gagnaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur vinna við að leggja ljósleiðara í jörð. Mynd/Gagnaveita Reykjavíkur „Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira