Símaforstjóri segir opinbert fé vera misnotað í Gagnaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur vinna við að leggja ljósleiðara í jörð. Mynd/Gagnaveita Reykjavíkur „Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira