Segir óheimilt að styrkja kirkjubyggingu á Hvolsvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Þegar stórar útfarir eru frá Stórólfshvolskirkju sitja gestir í sparifötunum og hlusta á athöfnina í bílaútvörpum eins reyndin var fyrir tí dögum.. vísir/anton Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir Stórólfshvolssókn ekki hafa fengið áður ákveðin framlög til að byggja nýja kirkju vegna þess að skilyrðum fyrir því hafi ekki verið mætt. Stórólfshvolssókn hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna samtals 90 milljóna króna fjárframlaga, sem kirkjuráð samþykkti á árinu 2011 að veita til byggingar nýrrar kirkju í sókninni, sem ekki skiluðu sér nema að mjög litlu leyti eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.vísir/björn g.Oddur segir málið í grunninn vera afskaplega einfalt. Jöfnunarsjóði sókna sé óheimilt að styrkja kirkjubyggingar nema þremur skilyrðum sé fullnægt. „Stórólfshvolssókn hefur ekki tekist að uppfylla þessi skilyrði og þar með er kirkjuráði ekki heimilt að styrkja bygginguna. Þetta hefur sóknarnefndinni og byggingarnefndinni verið tilkynnt árlega af starfsmanni Jöfnunarsjóðs en hún neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir,“ segir Oddur. Séra Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og nú formaður byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar, gagnrýndi framgöngu þjóðkirkjunnar í málinu harðlega í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins. „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ sagði Halldór meðal annars. „Það hlálegasta við málið er að formaður byggingarnefndarinnar, Halldór Gunnarsson, sat í kirkjuráði þegar þessar reglur um skilyrði úthlutana styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna voru samdar,“ segir Oddur Einarsson. Þau þrjú skilyrði, sem Oddur segir að uppfylla þurfi til að fá styrki til kirkjubygginga úr Jöfnunarsjóði, eru eftirfarandi: Að fyrir liggi þarfagreining sóknarinnar, þarfir þar hæfilega metnar og kirkjuráð samþykki hana. Að fyrir liggi fjármögnunaráætlun þar sem heildarfjármögnun sé tryggð með skuldbindandi yfirlýsingum allra sem að verkefninu koma. Að fyrir liggi rekstraráætlun þar sem sýnt sé fram á getu safnaðarins til að standa undir rekstri mannvirkisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir Stórólfshvolssókn ekki hafa fengið áður ákveðin framlög til að byggja nýja kirkju vegna þess að skilyrðum fyrir því hafi ekki verið mætt. Stórólfshvolssókn hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna samtals 90 milljóna króna fjárframlaga, sem kirkjuráð samþykkti á árinu 2011 að veita til byggingar nýrrar kirkju í sókninni, sem ekki skiluðu sér nema að mjög litlu leyti eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.vísir/björn g.Oddur segir málið í grunninn vera afskaplega einfalt. Jöfnunarsjóði sókna sé óheimilt að styrkja kirkjubyggingar nema þremur skilyrðum sé fullnægt. „Stórólfshvolssókn hefur ekki tekist að uppfylla þessi skilyrði og þar með er kirkjuráði ekki heimilt að styrkja bygginguna. Þetta hefur sóknarnefndinni og byggingarnefndinni verið tilkynnt árlega af starfsmanni Jöfnunarsjóðs en hún neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir,“ segir Oddur. Séra Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og nú formaður byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar, gagnrýndi framgöngu þjóðkirkjunnar í málinu harðlega í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins. „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ sagði Halldór meðal annars. „Það hlálegasta við málið er að formaður byggingarnefndarinnar, Halldór Gunnarsson, sat í kirkjuráði þegar þessar reglur um skilyrði úthlutana styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna voru samdar,“ segir Oddur Einarsson. Þau þrjú skilyrði, sem Oddur segir að uppfylla þurfi til að fá styrki til kirkjubygginga úr Jöfnunarsjóði, eru eftirfarandi: Að fyrir liggi þarfagreining sóknarinnar, þarfir þar hæfilega metnar og kirkjuráð samþykki hana. Að fyrir liggi fjármögnunaráætlun þar sem heildarfjármögnun sé tryggð með skuldbindandi yfirlýsingum allra sem að verkefninu koma. Að fyrir liggi rekstraráætlun þar sem sýnt sé fram á getu safnaðarins til að standa undir rekstri mannvirkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira