Segir óheimilt að styrkja kirkjubyggingu á Hvolsvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Þegar stórar útfarir eru frá Stórólfshvolskirkju sitja gestir í sparifötunum og hlusta á athöfnina í bílaútvörpum eins reyndin var fyrir tí dögum.. vísir/anton Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir Stórólfshvolssókn ekki hafa fengið áður ákveðin framlög til að byggja nýja kirkju vegna þess að skilyrðum fyrir því hafi ekki verið mætt. Stórólfshvolssókn hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna samtals 90 milljóna króna fjárframlaga, sem kirkjuráð samþykkti á árinu 2011 að veita til byggingar nýrrar kirkju í sókninni, sem ekki skiluðu sér nema að mjög litlu leyti eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.vísir/björn g.Oddur segir málið í grunninn vera afskaplega einfalt. Jöfnunarsjóði sókna sé óheimilt að styrkja kirkjubyggingar nema þremur skilyrðum sé fullnægt. „Stórólfshvolssókn hefur ekki tekist að uppfylla þessi skilyrði og þar með er kirkjuráði ekki heimilt að styrkja bygginguna. Þetta hefur sóknarnefndinni og byggingarnefndinni verið tilkynnt árlega af starfsmanni Jöfnunarsjóðs en hún neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir,“ segir Oddur. Séra Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og nú formaður byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar, gagnrýndi framgöngu þjóðkirkjunnar í málinu harðlega í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins. „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ sagði Halldór meðal annars. „Það hlálegasta við málið er að formaður byggingarnefndarinnar, Halldór Gunnarsson, sat í kirkjuráði þegar þessar reglur um skilyrði úthlutana styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna voru samdar,“ segir Oddur Einarsson. Þau þrjú skilyrði, sem Oddur segir að uppfylla þurfi til að fá styrki til kirkjubygginga úr Jöfnunarsjóði, eru eftirfarandi: Að fyrir liggi þarfagreining sóknarinnar, þarfir þar hæfilega metnar og kirkjuráð samþykki hana. Að fyrir liggi fjármögnunaráætlun þar sem heildarfjármögnun sé tryggð með skuldbindandi yfirlýsingum allra sem að verkefninu koma. Að fyrir liggi rekstraráætlun þar sem sýnt sé fram á getu safnaðarins til að standa undir rekstri mannvirkisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir Stórólfshvolssókn ekki hafa fengið áður ákveðin framlög til að byggja nýja kirkju vegna þess að skilyrðum fyrir því hafi ekki verið mætt. Stórólfshvolssókn hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna samtals 90 milljóna króna fjárframlaga, sem kirkjuráð samþykkti á árinu 2011 að veita til byggingar nýrrar kirkju í sókninni, sem ekki skiluðu sér nema að mjög litlu leyti eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag.Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.vísir/björn g.Oddur segir málið í grunninn vera afskaplega einfalt. Jöfnunarsjóði sókna sé óheimilt að styrkja kirkjubyggingar nema þremur skilyrðum sé fullnægt. „Stórólfshvolssókn hefur ekki tekist að uppfylla þessi skilyrði og þar með er kirkjuráði ekki heimilt að styrkja bygginguna. Þetta hefur sóknarnefndinni og byggingarnefndinni verið tilkynnt árlega af starfsmanni Jöfnunarsjóðs en hún neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir,“ segir Oddur. Séra Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti og nú formaður byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar, gagnrýndi framgöngu þjóðkirkjunnar í málinu harðlega í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins. „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ sagði Halldór meðal annars. „Það hlálegasta við málið er að formaður byggingarnefndarinnar, Halldór Gunnarsson, sat í kirkjuráði þegar þessar reglur um skilyrði úthlutana styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna voru samdar,“ segir Oddur Einarsson. Þau þrjú skilyrði, sem Oddur segir að uppfylla þurfi til að fá styrki til kirkjubygginga úr Jöfnunarsjóði, eru eftirfarandi: Að fyrir liggi þarfagreining sóknarinnar, þarfir þar hæfilega metnar og kirkjuráð samþykki hana. Að fyrir liggi fjármögnunaráætlun þar sem heildarfjármögnun sé tryggð með skuldbindandi yfirlýsingum allra sem að verkefninu koma. Að fyrir liggi rekstraráætlun þar sem sýnt sé fram á getu safnaðarins til að standa undir rekstri mannvirkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira