Drengur með hvítblæði ítrekað sendur heim og ranglega greindur með flensueinkenni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2017 19:32 Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum. Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira