Ekki spurning um hvort heldur hvenær parísarhjól rís í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:45 Marta hefur nú augastað á Laugardalnum og segir hann vænlegustu staðsetninguna fyrir hjólið. Vísir Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira