Hella verði krúttlegri og laus við hrepparíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Glaðbeittir fulltrúar á Ungmennaþinginu hafa margar tillögur um betra og skemmtilegra samfélag. Mynd/Eiríkur Vilhelm Fólk langar til að búa á Hellu en hefur ekki hús til að kaupa eða leigja. Þetta er meðal þess sem segir í niðurstöðum Ungmennaþings Rangárþings ytra 2017. Unga fólkið á þinginu hefur ýmsar athugasemdir við ástand mála í sveitarfélaginu og margar tillögur til að betrumbæta það. Meðal þess sem þau vilja að heyri sögunni til er rígur milli Hellu og Hvolsvallar, höfuðstaðar nágrannasveitarfélagsins Rangárþings eystra. „Leiðindi sem enginn veit af hverju eru og þyrfti að laga,“ segir unga fólkið um það mál. Þá segir að setja þurfi strangari reglur um ferðamenn og skýrari reglur um næturstaði þeirra. „Koma í veg fyrir að fólk sé að losa sig við úrgang (rusl og kúk) hvar sem er, getur verið leiðinlegt að þurfa að finna skít fyrir utan túnin hjá sér,“ segir um þann vanda sem þau telja stafa af ferðafólki. „Okkur þykir það hættulegt að gangandi, hjólandi eða skokkandi vegfarendur séu nánast í umferðinni. Það er líka erfitt fyrir fólk sem ætlar á gangstétt að komast á hana vegna þess að það fólk þarf að fara út á þjóðveginn til að komast á gangstéttina,“ segir í niðurstöðunum. „Þess vegna finnst okkur að það þurfi göngubrú yfir Rangá. Önnur lausn á vandamálinu væri að breikka og lengja gangstéttina og setja handrið á hana þar sem hún liggur með þjóðveginum.“Æska Rangárþings í vinnuham á Ungmennaþinginu. Mynd/Eiríkur VilhelmVarðandi búsetumálin segir að auk þess sem íbúðarhúsnæði skorti eins og fyrr segir þá vanti leikskólapláss. Einnig vanti lágvöruverðsverslun. „Kjarval er fín en kannski mætti vera ódýrari. Vantar eitthvað sem er meira eins og Bónus,“ segir unga fólkið og er þar í samhljómi við marga fleiri sem talað hafa fyrir rekstri slíkrar verslunar á svæðinu. Meðal fjölmargra annarra atriða sem sagt er að þurfi að bæta er skortur á þráðlausu neti í skólunum, kynfræðsla á Hellu og aðgangur að túrtöppum og dömubindum á kvennasalernum skólanna og víðar. Þau vilja einnig meiri samvinnu milli grunnskóla sveitarfélagsins og vera með sameiginlega tíma. „Vantar skólagarða bæði á Hellu og Laugaland, þar sem við erum í sveitaskólum væri kannski gaman að læra smá landbúnað,“ er bent á. Þjónusta Strætó er unga fólkinu hugleikin. Þau segja vanta strætóskýli bæði á Hellu og við Vegamót. Bæta þurfi við ferðum. „Asnalegt að það fari tveir strætóar næstum á sama tíma og síðan enginn strætó fyrr en nokkrum tímum seinna,“ segja krakkarnir hreint úr. Að lokum má nefna að ungmennin vilja gera Hellu að krúttlegra þorpi. Til dæmis með því að setja klukkur, heilræði og broskalla á ljósastaura í bænum. Þau vilja einnig breytingu á sumarhátíðinni Töðugjöldum sem haldin er eftir verslunarmannahelgina. „Þarf að peppa þau upp fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 20 ára,“ er bent á og stungið upp á alls kyns skemmtunum í því skyni, meðal annars drullufótbolta og „froðustríði á plastdúk“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Fólk langar til að búa á Hellu en hefur ekki hús til að kaupa eða leigja. Þetta er meðal þess sem segir í niðurstöðum Ungmennaþings Rangárþings ytra 2017. Unga fólkið á þinginu hefur ýmsar athugasemdir við ástand mála í sveitarfélaginu og margar tillögur til að betrumbæta það. Meðal þess sem þau vilja að heyri sögunni til er rígur milli Hellu og Hvolsvallar, höfuðstaðar nágrannasveitarfélagsins Rangárþings eystra. „Leiðindi sem enginn veit af hverju eru og þyrfti að laga,“ segir unga fólkið um það mál. Þá segir að setja þurfi strangari reglur um ferðamenn og skýrari reglur um næturstaði þeirra. „Koma í veg fyrir að fólk sé að losa sig við úrgang (rusl og kúk) hvar sem er, getur verið leiðinlegt að þurfa að finna skít fyrir utan túnin hjá sér,“ segir um þann vanda sem þau telja stafa af ferðafólki. „Okkur þykir það hættulegt að gangandi, hjólandi eða skokkandi vegfarendur séu nánast í umferðinni. Það er líka erfitt fyrir fólk sem ætlar á gangstétt að komast á hana vegna þess að það fólk þarf að fara út á þjóðveginn til að komast á gangstéttina,“ segir í niðurstöðunum. „Þess vegna finnst okkur að það þurfi göngubrú yfir Rangá. Önnur lausn á vandamálinu væri að breikka og lengja gangstéttina og setja handrið á hana þar sem hún liggur með þjóðveginum.“Æska Rangárþings í vinnuham á Ungmennaþinginu. Mynd/Eiríkur VilhelmVarðandi búsetumálin segir að auk þess sem íbúðarhúsnæði skorti eins og fyrr segir þá vanti leikskólapláss. Einnig vanti lágvöruverðsverslun. „Kjarval er fín en kannski mætti vera ódýrari. Vantar eitthvað sem er meira eins og Bónus,“ segir unga fólkið og er þar í samhljómi við marga fleiri sem talað hafa fyrir rekstri slíkrar verslunar á svæðinu. Meðal fjölmargra annarra atriða sem sagt er að þurfi að bæta er skortur á þráðlausu neti í skólunum, kynfræðsla á Hellu og aðgangur að túrtöppum og dömubindum á kvennasalernum skólanna og víðar. Þau vilja einnig meiri samvinnu milli grunnskóla sveitarfélagsins og vera með sameiginlega tíma. „Vantar skólagarða bæði á Hellu og Laugaland, þar sem við erum í sveitaskólum væri kannski gaman að læra smá landbúnað,“ er bent á. Þjónusta Strætó er unga fólkinu hugleikin. Þau segja vanta strætóskýli bæði á Hellu og við Vegamót. Bæta þurfi við ferðum. „Asnalegt að það fari tveir strætóar næstum á sama tíma og síðan enginn strætó fyrr en nokkrum tímum seinna,“ segja krakkarnir hreint úr. Að lokum má nefna að ungmennin vilja gera Hellu að krúttlegra þorpi. Til dæmis með því að setja klukkur, heilræði og broskalla á ljósastaura í bænum. Þau vilja einnig breytingu á sumarhátíðinni Töðugjöldum sem haldin er eftir verslunarmannahelgina. „Þarf að peppa þau upp fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 20 ára,“ er bent á og stungið upp á alls kyns skemmtunum í því skyni, meðal annars drullufótbolta og „froðustríði á plastdúk“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira