Aukakílóin talin hættuleg Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Vísindamenn segja að nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Vísir/Getty Tveir milljarðar manna, eða 30 prósent jarðarbúa, glíma við ofþyngd eða fitu. Sjö prósent dauðsfalla í heiminum á hverju ári má rekja til fitu eða ofþyngdar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynnt var á Eat-forum, árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni, sem haldin var í Stokkhólmi í þessari viku og greint er frá á vefnum Dagens Næringsliv. Þar segir að það sé ekki bara fita, heldur einnig ofþyngd sem leiði til sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Dauðsföllum tengdum háum líkamsþyngdarstuðli hafi fjölgað úr 2,2 milljónum árið 1990 í 4 milljónir árið 2015. Líkamsþyngdarstuðull, BMI-Index, milli 25 og 30 er skilgreindur sem ofþyngd. Ef einstaklingur er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 er viðkomandi skilgreindur sem feitur. Einn aðstandenda rannsóknarinnar, Christopher J. L. Murray segir heilsufar almennings almennt hafa batnað undanfarinn áratug. Fáein atriði hafi þó versnað og þeim þurfi að gefa meiri gaum. Efst á þeim lista sé ofþyngd. Kostnaðurinn vegna ofþyngdar hækki í nær öllum löndum. Haft er eftir Walter Willett, prófessor við Harvard-háskólann, að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. Afar fáum löndum hafi tekist að snúa ofþyngdarfaraldrinum við. Búast megi við verri afleiðingum faraldursins í framtíðinni þegar börnin sem eru of feit núna verða fullorðin. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine, sem birt var nú í vikunni, segir að árið 2015 hafi 107,7 milljónir barna glímt við offitu og 603,7 milljónir fullorðinna. Tilfelli offitu hafa tvöfaldast í yfir 70 löndum og fjölgað stöðugt í flestum öðrum löndum. Þótt tilfelli offitu meðal barna hafi verið færri en meðal fullorðinna hefur tilfellunum meðal barna fjölgað meira en fullorðinna í mörgum löndum, að því er segir í greininni. Murray segir að þeir sem yppti öxlum vegna þyngdaraukningar taki áhættu. Þeir eigi á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma. Vísindamennirnir hvetja einstaklinga sem eru með aukakíló að taka því alvarlega. Nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Samtímis eigi að stefna að því að koma í veg fyrir að þyngjast aftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Tveir milljarðar manna, eða 30 prósent jarðarbúa, glíma við ofþyngd eða fitu. Sjö prósent dauðsfalla í heiminum á hverju ári má rekja til fitu eða ofþyngdar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynnt var á Eat-forum, árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni, sem haldin var í Stokkhólmi í þessari viku og greint er frá á vefnum Dagens Næringsliv. Þar segir að það sé ekki bara fita, heldur einnig ofþyngd sem leiði til sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Dauðsföllum tengdum háum líkamsþyngdarstuðli hafi fjölgað úr 2,2 milljónum árið 1990 í 4 milljónir árið 2015. Líkamsþyngdarstuðull, BMI-Index, milli 25 og 30 er skilgreindur sem ofþyngd. Ef einstaklingur er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 er viðkomandi skilgreindur sem feitur. Einn aðstandenda rannsóknarinnar, Christopher J. L. Murray segir heilsufar almennings almennt hafa batnað undanfarinn áratug. Fáein atriði hafi þó versnað og þeim þurfi að gefa meiri gaum. Efst á þeim lista sé ofþyngd. Kostnaðurinn vegna ofþyngdar hækki í nær öllum löndum. Haft er eftir Walter Willett, prófessor við Harvard-háskólann, að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. Afar fáum löndum hafi tekist að snúa ofþyngdarfaraldrinum við. Búast megi við verri afleiðingum faraldursins í framtíðinni þegar börnin sem eru of feit núna verða fullorðin. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine, sem birt var nú í vikunni, segir að árið 2015 hafi 107,7 milljónir barna glímt við offitu og 603,7 milljónir fullorðinna. Tilfelli offitu hafa tvöfaldast í yfir 70 löndum og fjölgað stöðugt í flestum öðrum löndum. Þótt tilfelli offitu meðal barna hafi verið færri en meðal fullorðinna hefur tilfellunum meðal barna fjölgað meira en fullorðinna í mörgum löndum, að því er segir í greininni. Murray segir að þeir sem yppti öxlum vegna þyngdaraukningar taki áhættu. Þeir eigi á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma. Vísindamennirnir hvetja einstaklinga sem eru með aukakíló að taka því alvarlega. Nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Samtímis eigi að stefna að því að koma í veg fyrir að þyngjast aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira