Aukakílóin talin hættuleg Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Vísindamenn segja að nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Vísir/Getty Tveir milljarðar manna, eða 30 prósent jarðarbúa, glíma við ofþyngd eða fitu. Sjö prósent dauðsfalla í heiminum á hverju ári má rekja til fitu eða ofþyngdar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynnt var á Eat-forum, árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni, sem haldin var í Stokkhólmi í þessari viku og greint er frá á vefnum Dagens Næringsliv. Þar segir að það sé ekki bara fita, heldur einnig ofþyngd sem leiði til sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Dauðsföllum tengdum háum líkamsþyngdarstuðli hafi fjölgað úr 2,2 milljónum árið 1990 í 4 milljónir árið 2015. Líkamsþyngdarstuðull, BMI-Index, milli 25 og 30 er skilgreindur sem ofþyngd. Ef einstaklingur er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 er viðkomandi skilgreindur sem feitur. Einn aðstandenda rannsóknarinnar, Christopher J. L. Murray segir heilsufar almennings almennt hafa batnað undanfarinn áratug. Fáein atriði hafi þó versnað og þeim þurfi að gefa meiri gaum. Efst á þeim lista sé ofþyngd. Kostnaðurinn vegna ofþyngdar hækki í nær öllum löndum. Haft er eftir Walter Willett, prófessor við Harvard-háskólann, að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. Afar fáum löndum hafi tekist að snúa ofþyngdarfaraldrinum við. Búast megi við verri afleiðingum faraldursins í framtíðinni þegar börnin sem eru of feit núna verða fullorðin. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine, sem birt var nú í vikunni, segir að árið 2015 hafi 107,7 milljónir barna glímt við offitu og 603,7 milljónir fullorðinna. Tilfelli offitu hafa tvöfaldast í yfir 70 löndum og fjölgað stöðugt í flestum öðrum löndum. Þótt tilfelli offitu meðal barna hafi verið færri en meðal fullorðinna hefur tilfellunum meðal barna fjölgað meira en fullorðinna í mörgum löndum, að því er segir í greininni. Murray segir að þeir sem yppti öxlum vegna þyngdaraukningar taki áhættu. Þeir eigi á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma. Vísindamennirnir hvetja einstaklinga sem eru með aukakíló að taka því alvarlega. Nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Samtímis eigi að stefna að því að koma í veg fyrir að þyngjast aftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tveir milljarðar manna, eða 30 prósent jarðarbúa, glíma við ofþyngd eða fitu. Sjö prósent dauðsfalla í heiminum á hverju ári má rekja til fitu eða ofþyngdar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem kynnt var á Eat-forum, árlegri ráðstefnu um heilsu, matvæli og sjálfbærni, sem haldin var í Stokkhólmi í þessari viku og greint er frá á vefnum Dagens Næringsliv. Þar segir að það sé ekki bara fita, heldur einnig ofþyngd sem leiði til sjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Dauðsföllum tengdum háum líkamsþyngdarstuðli hafi fjölgað úr 2,2 milljónum árið 1990 í 4 milljónir árið 2015. Líkamsþyngdarstuðull, BMI-Index, milli 25 og 30 er skilgreindur sem ofþyngd. Ef einstaklingur er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 er viðkomandi skilgreindur sem feitur. Einn aðstandenda rannsóknarinnar, Christopher J. L. Murray segir heilsufar almennings almennt hafa batnað undanfarinn áratug. Fáein atriði hafi þó versnað og þeim þurfi að gefa meiri gaum. Efst á þeim lista sé ofþyngd. Kostnaðurinn vegna ofþyngdar hækki í nær öllum löndum. Haft er eftir Walter Willett, prófessor við Harvard-háskólann, að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. Afar fáum löndum hafi tekist að snúa ofþyngdarfaraldrinum við. Búast megi við verri afleiðingum faraldursins í framtíðinni þegar börnin sem eru of feit núna verða fullorðin. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine, sem birt var nú í vikunni, segir að árið 2015 hafi 107,7 milljónir barna glímt við offitu og 603,7 milljónir fullorðinna. Tilfelli offitu hafa tvöfaldast í yfir 70 löndum og fjölgað stöðugt í flestum öðrum löndum. Þótt tilfelli offitu meðal barna hafi verið færri en meðal fullorðinna hefur tilfellunum meðal barna fjölgað meira en fullorðinna í mörgum löndum, að því er segir í greininni. Murray segir að þeir sem yppti öxlum vegna þyngdaraukningar taki áhættu. Þeir eigi á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma. Vísindamennirnir hvetja einstaklinga sem eru með aukakíló að taka því alvarlega. Nýársheit um að létta sig eigi að verða heilsársverkefni en ekki hálfkák. Samtímis eigi að stefna að því að koma í veg fyrir að þyngjast aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira