Lífið

Costco risabangsi smellpassaði í skottið á fólksbíl

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mennirnir áttu ekki erfitt með að koma bangsanum fyrir.
Mennirnir áttu ekki erfitt með að koma bangsanum fyrir. Vísir/Skjáskot
Búi Baldvinsson, kvikmyndargerðarmaður, var á leið úr verslunarleiðangri í Costco í dag þegar hann varð vitni að líklega fyrstu kaupendum risabangsa úr búðinni.

Það væri ekki frásögu færandi nema ef ekki væri fyrir þá staðreynd að kaupendurnir, sem Búi þekkir ekki til, áttu ekki í miklum erfiðleikum með að koma ristastórum bangsanum fyrir í skottinu á bílnum sínum. Búi tók það upp á myndband sem má sjá hér að neðan.

Umræddur bangsi kostar rúmlega 27 þúsund krónur í búðinni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.