Fyrstu grínstjórar dags rauða nefsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. maí 2017 10:00 Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir fengu með sér í lið alla sem þeim finnst fyndnir á landinu. Vísir/Eyþór Þann 9. júní verður dagur rauða nefsins og eins og venjulega verður margt um dýrðir af því tilefni. Þetta árið hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að krýna grínstjóra og eru það þær stöllur Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem hafa verið valdar í það hlutverk. En hvað skyldi þessi starfstitill fela í sér?„Okkur hefur lengi langað að gera grín saman fyrir sjónvarp og þetta var fullkomið tækifæri. Við fáum að semja brandara og leggja UNICEF lið. Það besta líka við að vera í samstarfi við UNICEF er að við getum hringt í alla sem okkur finnst skemmtilegir og beðið þá um að vera með og auðvitað vill enginn segja nei við jafn öflug og góð samtök og UNICEF. Starf okkar felst í að skrifa sketsa, leika og leikstýra en einnig að fá fólk sem okkur finnst sniðugt til að vinna með okkur,“ segja þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir, leikkonur og grínarar með meiru og nú grínstjórar.Hvaða fólk hafið þið fengið með ykkur og hvað er það að gera? „Lóa Hjálmtýs ætlar til að mynda að gera stuttar teiknimyndir, Bergur Ebbi og Snorri Helgason í Fílalagi verða með íslensk pop-up vídeó eins og voru á VH1 í denn og Kriðpleir leikhópurinn er líka með atriði. Eins sýnir Heimir landsliðsþjálfari að hann er ekki aðeins geggjaður þjálfari og tannlæknir heldur líka efnilegur leikari. Svo eru aðrir sketsar sem eru stærri í sniðum því við urðum svo æstar. Það eru því í kringum hundrað manns sem koma fram í sketsunum. Það er síðan Tjarnargatan sem framleiðir grínið með okkur. Dagurinn sjálfur er 9. júní en þátturinn verður sýndur á RÚV og sketsarnir dreifast yfir allan þáttinn. Við vonum bara að þátturinn verði bæði skemmtilegur og áhugaverður og að það safnist peningur til að hjálpa börnum um allan heim. Svo væri líka gaman fyrir okkur ef UNICEF væri með vikulega þætti. Þá gætum við unnið við þetta allt árið.“ Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Þann 9. júní verður dagur rauða nefsins og eins og venjulega verður margt um dýrðir af því tilefni. Þetta árið hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að krýna grínstjóra og eru það þær stöllur Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem hafa verið valdar í það hlutverk. En hvað skyldi þessi starfstitill fela í sér?„Okkur hefur lengi langað að gera grín saman fyrir sjónvarp og þetta var fullkomið tækifæri. Við fáum að semja brandara og leggja UNICEF lið. Það besta líka við að vera í samstarfi við UNICEF er að við getum hringt í alla sem okkur finnst skemmtilegir og beðið þá um að vera með og auðvitað vill enginn segja nei við jafn öflug og góð samtök og UNICEF. Starf okkar felst í að skrifa sketsa, leika og leikstýra en einnig að fá fólk sem okkur finnst sniðugt til að vinna með okkur,“ segja þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir, leikkonur og grínarar með meiru og nú grínstjórar.Hvaða fólk hafið þið fengið með ykkur og hvað er það að gera? „Lóa Hjálmtýs ætlar til að mynda að gera stuttar teiknimyndir, Bergur Ebbi og Snorri Helgason í Fílalagi verða með íslensk pop-up vídeó eins og voru á VH1 í denn og Kriðpleir leikhópurinn er líka með atriði. Eins sýnir Heimir landsliðsþjálfari að hann er ekki aðeins geggjaður þjálfari og tannlæknir heldur líka efnilegur leikari. Svo eru aðrir sketsar sem eru stærri í sniðum því við urðum svo æstar. Það eru því í kringum hundrað manns sem koma fram í sketsunum. Það er síðan Tjarnargatan sem framleiðir grínið með okkur. Dagurinn sjálfur er 9. júní en þátturinn verður sýndur á RÚV og sketsarnir dreifast yfir allan þáttinn. Við vonum bara að þátturinn verði bæði skemmtilegur og áhugaverður og að það safnist peningur til að hjálpa börnum um allan heim. Svo væri líka gaman fyrir okkur ef UNICEF væri með vikulega þætti. Þá gætum við unnið við þetta allt árið.“ Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning