Fyrstu grínstjórar dags rauða nefsins Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. maí 2017 10:00 Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir fengu með sér í lið alla sem þeim finnst fyndnir á landinu. Vísir/Eyþór Þann 9. júní verður dagur rauða nefsins og eins og venjulega verður margt um dýrðir af því tilefni. Þetta árið hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að krýna grínstjóra og eru það þær stöllur Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem hafa verið valdar í það hlutverk. En hvað skyldi þessi starfstitill fela í sér?„Okkur hefur lengi langað að gera grín saman fyrir sjónvarp og þetta var fullkomið tækifæri. Við fáum að semja brandara og leggja UNICEF lið. Það besta líka við að vera í samstarfi við UNICEF er að við getum hringt í alla sem okkur finnst skemmtilegir og beðið þá um að vera með og auðvitað vill enginn segja nei við jafn öflug og góð samtök og UNICEF. Starf okkar felst í að skrifa sketsa, leika og leikstýra en einnig að fá fólk sem okkur finnst sniðugt til að vinna með okkur,“ segja þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir, leikkonur og grínarar með meiru og nú grínstjórar.Hvaða fólk hafið þið fengið með ykkur og hvað er það að gera? „Lóa Hjálmtýs ætlar til að mynda að gera stuttar teiknimyndir, Bergur Ebbi og Snorri Helgason í Fílalagi verða með íslensk pop-up vídeó eins og voru á VH1 í denn og Kriðpleir leikhópurinn er líka með atriði. Eins sýnir Heimir landsliðsþjálfari að hann er ekki aðeins geggjaður þjálfari og tannlæknir heldur líka efnilegur leikari. Svo eru aðrir sketsar sem eru stærri í sniðum því við urðum svo æstar. Það eru því í kringum hundrað manns sem koma fram í sketsunum. Það er síðan Tjarnargatan sem framleiðir grínið með okkur. Dagurinn sjálfur er 9. júní en þátturinn verður sýndur á RÚV og sketsarnir dreifast yfir allan þáttinn. Við vonum bara að þátturinn verði bæði skemmtilegur og áhugaverður og að það safnist peningur til að hjálpa börnum um allan heim. Svo væri líka gaman fyrir okkur ef UNICEF væri með vikulega þætti. Þá gætum við unnið við þetta allt árið.“ Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þann 9. júní verður dagur rauða nefsins og eins og venjulega verður margt um dýrðir af því tilefni. Þetta árið hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að krýna grínstjóra og eru það þær stöllur Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem hafa verið valdar í það hlutverk. En hvað skyldi þessi starfstitill fela í sér?„Okkur hefur lengi langað að gera grín saman fyrir sjónvarp og þetta var fullkomið tækifæri. Við fáum að semja brandara og leggja UNICEF lið. Það besta líka við að vera í samstarfi við UNICEF er að við getum hringt í alla sem okkur finnst skemmtilegir og beðið þá um að vera með og auðvitað vill enginn segja nei við jafn öflug og góð samtök og UNICEF. Starf okkar felst í að skrifa sketsa, leika og leikstýra en einnig að fá fólk sem okkur finnst sniðugt til að vinna með okkur,“ segja þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir, leikkonur og grínarar með meiru og nú grínstjórar.Hvaða fólk hafið þið fengið með ykkur og hvað er það að gera? „Lóa Hjálmtýs ætlar til að mynda að gera stuttar teiknimyndir, Bergur Ebbi og Snorri Helgason í Fílalagi verða með íslensk pop-up vídeó eins og voru á VH1 í denn og Kriðpleir leikhópurinn er líka með atriði. Eins sýnir Heimir landsliðsþjálfari að hann er ekki aðeins geggjaður þjálfari og tannlæknir heldur líka efnilegur leikari. Svo eru aðrir sketsar sem eru stærri í sniðum því við urðum svo æstar. Það eru því í kringum hundrað manns sem koma fram í sketsunum. Það er síðan Tjarnargatan sem framleiðir grínið með okkur. Dagurinn sjálfur er 9. júní en þátturinn verður sýndur á RÚV og sketsarnir dreifast yfir allan þáttinn. Við vonum bara að þátturinn verði bæði skemmtilegur og áhugaverður og að það safnist peningur til að hjálpa börnum um allan heim. Svo væri líka gaman fyrir okkur ef UNICEF væri með vikulega þætti. Þá gætum við unnið við þetta allt árið.“ Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira