Ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr hræjum villtra fugla Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2017 07:00 200 sýni hafa verið tekin úr villtum fuglum og eru til rannsóknar. vísir/ernir Enn sem komið er hefur ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr dauðum villtum fuglum hér á landi. Samtals hafa verið rannsökuð 14 sýni hjá Tilraunastöðinni á Keldum, þar sem rannsóknir fara fram, að því er kemur fram í frétt Matvælastofnunar. Sýni úr heilbrigðum villtum fuglum, samtals 200 sýni, voru tekin í apríl og eru niðurstöður væntanlegar á næstu dögum. Þegar þær hafa borist getur hópur sérfræðinga tekið afstöðu til þess hvort smithætta sé orðin lítil og forsvaranlegt sé að lækka áhættustigið, en í lok mars á þessu ári birti atvinnuvega- og landbúnaðarráðuneytið auglýsingu um aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu. Auglýstar varúðarráðstafanir eru enn í gildi. Í fréttinni segir að mjög fáar tilkynningar hafi borist um fuglaflensu í Evrópu undanfarnar vikur, eins og búist var við. Hætta á sýkingu fugla með fuglaflensuveirum er mun minni í hlýjum mánuðum, þar sem veirurnar varðveitast best í köldu umhverfi. Þó virðist sem hættan sé ekki yfirstaðin. Eins og reiknað var með kom upp fuglaflensa í byrjun maí í tveimur hópum fugla á sama svæði í Bretlandi. Á einu búi drápust 20 af 34 fuglum áður en gripið var til niðurskurðar. Á hinu búinu drápust tveir fuglar í hópi með níu fuglum áður en fuglaflensa var greind og hópnum fargað. Í báðum tilfellum var um sermisgerðina H5N8 að ræða, segir Matvælastofnun. Í lok mars var þess ekki lengur krafist í Svíþjóð að alifuglar væru haldnir undir þaki eða innandyra en ráðlagt að hafa áfram auknar smitvarnir þar sem hættan var ekki yfirstaðin. Það reyndist einnig rétt, fuglaflensa af sermisgerðinni H5N8 greindist á stóru varphænsnabúi í lok apríl og þurfti að farga öllum hænum á búinu. Matvælastofnun óskar áfram eftir tilkynningum um dauða villta fugla í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Enn sem komið er hefur ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr dauðum villtum fuglum hér á landi. Samtals hafa verið rannsökuð 14 sýni hjá Tilraunastöðinni á Keldum, þar sem rannsóknir fara fram, að því er kemur fram í frétt Matvælastofnunar. Sýni úr heilbrigðum villtum fuglum, samtals 200 sýni, voru tekin í apríl og eru niðurstöður væntanlegar á næstu dögum. Þegar þær hafa borist getur hópur sérfræðinga tekið afstöðu til þess hvort smithætta sé orðin lítil og forsvaranlegt sé að lækka áhættustigið, en í lok mars á þessu ári birti atvinnuvega- og landbúnaðarráðuneytið auglýsingu um aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu. Auglýstar varúðarráðstafanir eru enn í gildi. Í fréttinni segir að mjög fáar tilkynningar hafi borist um fuglaflensu í Evrópu undanfarnar vikur, eins og búist var við. Hætta á sýkingu fugla með fuglaflensuveirum er mun minni í hlýjum mánuðum, þar sem veirurnar varðveitast best í köldu umhverfi. Þó virðist sem hættan sé ekki yfirstaðin. Eins og reiknað var með kom upp fuglaflensa í byrjun maí í tveimur hópum fugla á sama svæði í Bretlandi. Á einu búi drápust 20 af 34 fuglum áður en gripið var til niðurskurðar. Á hinu búinu drápust tveir fuglar í hópi með níu fuglum áður en fuglaflensa var greind og hópnum fargað. Í báðum tilfellum var um sermisgerðina H5N8 að ræða, segir Matvælastofnun. Í lok mars var þess ekki lengur krafist í Svíþjóð að alifuglar væru haldnir undir þaki eða innandyra en ráðlagt að hafa áfram auknar smitvarnir þar sem hættan var ekki yfirstaðin. Það reyndist einnig rétt, fuglaflensa af sermisgerðinni H5N8 greindist á stóru varphænsnabúi í lok apríl og þurfti að farga öllum hænum á búinu. Matvælastofnun óskar áfram eftir tilkynningum um dauða villta fugla í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira