Ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr hræjum villtra fugla Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2017 07:00 200 sýni hafa verið tekin úr villtum fuglum og eru til rannsóknar. vísir/ernir Enn sem komið er hefur ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr dauðum villtum fuglum hér á landi. Samtals hafa verið rannsökuð 14 sýni hjá Tilraunastöðinni á Keldum, þar sem rannsóknir fara fram, að því er kemur fram í frétt Matvælastofnunar. Sýni úr heilbrigðum villtum fuglum, samtals 200 sýni, voru tekin í apríl og eru niðurstöður væntanlegar á næstu dögum. Þegar þær hafa borist getur hópur sérfræðinga tekið afstöðu til þess hvort smithætta sé orðin lítil og forsvaranlegt sé að lækka áhættustigið, en í lok mars á þessu ári birti atvinnuvega- og landbúnaðarráðuneytið auglýsingu um aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu. Auglýstar varúðarráðstafanir eru enn í gildi. Í fréttinni segir að mjög fáar tilkynningar hafi borist um fuglaflensu í Evrópu undanfarnar vikur, eins og búist var við. Hætta á sýkingu fugla með fuglaflensuveirum er mun minni í hlýjum mánuðum, þar sem veirurnar varðveitast best í köldu umhverfi. Þó virðist sem hættan sé ekki yfirstaðin. Eins og reiknað var með kom upp fuglaflensa í byrjun maí í tveimur hópum fugla á sama svæði í Bretlandi. Á einu búi drápust 20 af 34 fuglum áður en gripið var til niðurskurðar. Á hinu búinu drápust tveir fuglar í hópi með níu fuglum áður en fuglaflensa var greind og hópnum fargað. Í báðum tilfellum var um sermisgerðina H5N8 að ræða, segir Matvælastofnun. Í lok mars var þess ekki lengur krafist í Svíþjóð að alifuglar væru haldnir undir þaki eða innandyra en ráðlagt að hafa áfram auknar smitvarnir þar sem hættan var ekki yfirstaðin. Það reyndist einnig rétt, fuglaflensa af sermisgerðinni H5N8 greindist á stóru varphænsnabúi í lok apríl og þurfti að farga öllum hænum á búinu. Matvælastofnun óskar áfram eftir tilkynningum um dauða villta fugla í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Enn sem komið er hefur ekki fundist fuglaflensa í sýnum úr dauðum villtum fuglum hér á landi. Samtals hafa verið rannsökuð 14 sýni hjá Tilraunastöðinni á Keldum, þar sem rannsóknir fara fram, að því er kemur fram í frétt Matvælastofnunar. Sýni úr heilbrigðum villtum fuglum, samtals 200 sýni, voru tekin í apríl og eru niðurstöður væntanlegar á næstu dögum. Þegar þær hafa borist getur hópur sérfræðinga tekið afstöðu til þess hvort smithætta sé orðin lítil og forsvaranlegt sé að lækka áhættustigið, en í lok mars á þessu ári birti atvinnuvega- og landbúnaðarráðuneytið auglýsingu um aukið viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu. Auglýstar varúðarráðstafanir eru enn í gildi. Í fréttinni segir að mjög fáar tilkynningar hafi borist um fuglaflensu í Evrópu undanfarnar vikur, eins og búist var við. Hætta á sýkingu fugla með fuglaflensuveirum er mun minni í hlýjum mánuðum, þar sem veirurnar varðveitast best í köldu umhverfi. Þó virðist sem hættan sé ekki yfirstaðin. Eins og reiknað var með kom upp fuglaflensa í byrjun maí í tveimur hópum fugla á sama svæði í Bretlandi. Á einu búi drápust 20 af 34 fuglum áður en gripið var til niðurskurðar. Á hinu búinu drápust tveir fuglar í hópi með níu fuglum áður en fuglaflensa var greind og hópnum fargað. Í báðum tilfellum var um sermisgerðina H5N8 að ræða, segir Matvælastofnun. Í lok mars var þess ekki lengur krafist í Svíþjóð að alifuglar væru haldnir undir þaki eða innandyra en ráðlagt að hafa áfram auknar smitvarnir þar sem hættan var ekki yfirstaðin. Það reyndist einnig rétt, fuglaflensa af sermisgerðinni H5N8 greindist á stóru varphænsnabúi í lok apríl og þurfti að farga öllum hænum á búinu. Matvælastofnun óskar áfram eftir tilkynningum um dauða villta fugla í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels