Lögin til skoðunar vegna áforma HB Granda Svavar Hávarðsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Tvær greinar fiskveiðistjórnunarlaganna eru til skoðunar vegna áforma HB Granda á Akranesi. vísir/eyþór Áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna, hafa orðið til þess að viss ákvæði laga um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins. Undir er fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna, en þar segir meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Undir liggur að andi fiskveiðistjórnunarlaganna er byggðafesta og því var einnig sett ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfestir að þetta samtal eigi sér stað þessa dagana. Skagamálið dragi fram mikilvægi þess að allt fyrsta ákvæði laganna sé virkt, en ekki aðeins hluti þess. Það sé ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvenær jafnvægi milli hagræðingar innan greinarinnar og byggðafestu sé komið í uppnám – og áform HB Granda á Akranesi dragi þetta skýrt fram.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherraAðspurð hvort málið sé komið svo langt að lagabreyting sé íhuguð segir hún svo ekki vera. „Það á ekki að vera óþægilegt fyrir neinn að þessi mál séu rædd yfirvegað og opinskátt. Það er alveg ljóst að HB Grandamálið dregur mjög skýrt fram það óöryggi sem fiskvinnslufólk býr við og það á líka við um afleidd störf sem treysta á útgerðina. Ég benti á þetta eftir tíu vikna sjómannaverkfall,“ segir Þorgerður. „Samfélagsleg ábyrgð er rík þegar kemur að öllum atvinnugreinum og ekki síst í sjávarútvegi. Við erum að fylgjast með því sem gerist á Akranesi og ég fagna því að Faxaflóahafnir taka af allan vafa um vilja sinn til að byggja upp hafnaraðstöðuna. Svo verðum við að sjá hvað HB Grandamenn gera.“ Þorgerður segir afar mikilvægt að sjávarútvegurinn fái að blómstra áfram, en taka verði tillit til samfélagslegra sjónarmiða um leið. Það jafnvægi sé á ábyrgð stjórnmálanna en líka þeirra sem reka fyrirtækin. „Ég mun á næstunni skipa þverpólitíska nefnd sem á að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ segir Þorgerður. Heimildir Fréttablaðsins herma að Skagamálið hafi vissulega ýtt við málinu, en rúmlega árs gamall hæstaréttardómur þar sem Vestmannaeyjabær tapaði máli sem ógilda átti samning Síldarvinnslunnar á Neskaupstað um kaup á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin í Vestmannaeyjum, þrýsti einnig á. Þá hafi verið ljóst að forkaupsrétturinn er ekki fyrir hendi og lögin haldi ekki eins og þau voru hugsuð á sínum tíma hvað það varðar heldur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna, hafa orðið til þess að viss ákvæði laga um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins. Undir er fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna, en þar segir meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Undir liggur að andi fiskveiðistjórnunarlaganna er byggðafesta og því var einnig sett ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfestir að þetta samtal eigi sér stað þessa dagana. Skagamálið dragi fram mikilvægi þess að allt fyrsta ákvæði laganna sé virkt, en ekki aðeins hluti þess. Það sé ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvenær jafnvægi milli hagræðingar innan greinarinnar og byggðafestu sé komið í uppnám – og áform HB Granda á Akranesi dragi þetta skýrt fram.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherraAðspurð hvort málið sé komið svo langt að lagabreyting sé íhuguð segir hún svo ekki vera. „Það á ekki að vera óþægilegt fyrir neinn að þessi mál séu rædd yfirvegað og opinskátt. Það er alveg ljóst að HB Grandamálið dregur mjög skýrt fram það óöryggi sem fiskvinnslufólk býr við og það á líka við um afleidd störf sem treysta á útgerðina. Ég benti á þetta eftir tíu vikna sjómannaverkfall,“ segir Þorgerður. „Samfélagsleg ábyrgð er rík þegar kemur að öllum atvinnugreinum og ekki síst í sjávarútvegi. Við erum að fylgjast með því sem gerist á Akranesi og ég fagna því að Faxaflóahafnir taka af allan vafa um vilja sinn til að byggja upp hafnaraðstöðuna. Svo verðum við að sjá hvað HB Grandamenn gera.“ Þorgerður segir afar mikilvægt að sjávarútvegurinn fái að blómstra áfram, en taka verði tillit til samfélagslegra sjónarmiða um leið. Það jafnvægi sé á ábyrgð stjórnmálanna en líka þeirra sem reka fyrirtækin. „Ég mun á næstunni skipa þverpólitíska nefnd sem á að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi. Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ segir Þorgerður. Heimildir Fréttablaðsins herma að Skagamálið hafi vissulega ýtt við málinu, en rúmlega árs gamall hæstaréttardómur þar sem Vestmannaeyjabær tapaði máli sem ógilda átti samning Síldarvinnslunnar á Neskaupstað um kaup á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin í Vestmannaeyjum, þrýsti einnig á. Þá hafi verið ljóst að forkaupsrétturinn er ekki fyrir hendi og lögin haldi ekki eins og þau voru hugsuð á sínum tíma hvað það varðar heldur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira