Það er hollt að gráta 25. apríl 2017 13:00 Aron Már Ólafsson og Orri Gunnlaugsson, ásamt Hildi Skúladóttur, standa á bak við Allir gráta. Vísir/Eyþór Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. „Allir gráta eru félagasamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga á Íslandi,“ segir Orri Gunnlaugsson, verkefnastjóri samtakanna, en hann, Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir stofnuðu samtökin í desember. Hugmyndina að samtökunum átti Aron Már Ólafsson leiklistarnemi, betur þekktur sem Aronmola, en hann er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins. „Aronmola er með yfir 30 þúsund fylgjendur á Snapchat og hann langaði til þess að nýta samfélagsmiðlana í eitthvað uppbyggilegt. En það var einmitt í gegnum Snapchat sem hann fann þörfina fyrir verkefnið Allir gráta,“ segir Orri. Aron vakti töluverða athygli þegar hann fór til Los Angeles í nóvember í fyrra þar sem hann var staddur til að taka upp efni ásamt því að spóka sig um með stærstu samfélagsmiðlastjörnum heims. Á þessum tíma opnaði Aron sig um persónulega reynslu af þunglyndi og talaði opinskátt um reynslu sína í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. „Þetta fór allt af stað eftir það. Við höfum verið að vinna í því að safna í styrktarsjóð, sem við komum til með að úthluta úr í byrjun júní,“ segir Orri og bætir við að hver sem hafi hugmynd að verkefni til að efla geðheilsu barna og unglinga á Íslandi geti sótt um í sjóðinn.Allir gráta eru félagssamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga.Frá áramótum hefur Aron farið í grunn- og framhaldsskóla þar sem hann hefur kynnt málefni samtakanna ásamt því að tala við krakkana um reynslu sína. „Þar sem ég byrjaði á því að opna mig á Snapchat um mína eigin reynslu langaði mig bara að fara í skólana og tala beint við krakkana,“ segir Aron Már. Umsóknarferlið er opið til 1. júní á allirgrata.is/styrktarumsokn. Nú þegar hafa borist yfir 50 hugmyndir. „Við erum öll alveg gífurlega þakklát fyrir viðbrögðin sem við höfum fengið, það var opnað fyrir umsóknir í síðustu viku, svo þetta fer vel af stað, við viljum hvetja alla til að koma sinni hugmynd á framfæri, sama hver hún er,“ segir Orri, þakklátur. Hægt er að styrka málefnið með því að leggja inn á reikning samtakanna. „Reikningsnúmerið er 528-14-404866 og kennitalan 561216-0530. Svo erum við í því að finna upp á skemmtilegum verkefnum til að efla sjóðinn áður en úthlutað verður úr honum í júní. Við byrjuðum með SMS-leik og núna erum við með í símasölu fallega nælu sem hönnuð var af Rakel Tómasdóttur og Gabríel Bachmann en hún verður einnig fáanleg í verslunum fljótlega,“ segir Orri. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Aron Már Ólafsson, Orri Gunnlaugsson og Hildur Skúladóttir eru fólkið á bak við samtökin Allir gráta. Nýlega var opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð samtakanna sem þau hafa komið á laggirnar. „Allir gráta eru félagasamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga á Íslandi,“ segir Orri Gunnlaugsson, verkefnastjóri samtakanna, en hann, Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir stofnuðu samtökin í desember. Hugmyndina að samtökunum átti Aron Már Ólafsson leiklistarnemi, betur þekktur sem Aronmola, en hann er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins. „Aronmola er með yfir 30 þúsund fylgjendur á Snapchat og hann langaði til þess að nýta samfélagsmiðlana í eitthvað uppbyggilegt. En það var einmitt í gegnum Snapchat sem hann fann þörfina fyrir verkefnið Allir gráta,“ segir Orri. Aron vakti töluverða athygli þegar hann fór til Los Angeles í nóvember í fyrra þar sem hann var staddur til að taka upp efni ásamt því að spóka sig um með stærstu samfélagsmiðlastjörnum heims. Á þessum tíma opnaði Aron sig um persónulega reynslu af þunglyndi og talaði opinskátt um reynslu sína í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. „Þetta fór allt af stað eftir það. Við höfum verið að vinna í því að safna í styrktarsjóð, sem við komum til með að úthluta úr í byrjun júní,“ segir Orri og bætir við að hver sem hafi hugmynd að verkefni til að efla geðheilsu barna og unglinga á Íslandi geti sótt um í sjóðinn.Allir gráta eru félagssamtök sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga.Frá áramótum hefur Aron farið í grunn- og framhaldsskóla þar sem hann hefur kynnt málefni samtakanna ásamt því að tala við krakkana um reynslu sína. „Þar sem ég byrjaði á því að opna mig á Snapchat um mína eigin reynslu langaði mig bara að fara í skólana og tala beint við krakkana,“ segir Aron Már. Umsóknarferlið er opið til 1. júní á allirgrata.is/styrktarumsokn. Nú þegar hafa borist yfir 50 hugmyndir. „Við erum öll alveg gífurlega þakklát fyrir viðbrögðin sem við höfum fengið, það var opnað fyrir umsóknir í síðustu viku, svo þetta fer vel af stað, við viljum hvetja alla til að koma sinni hugmynd á framfæri, sama hver hún er,“ segir Orri, þakklátur. Hægt er að styrka málefnið með því að leggja inn á reikning samtakanna. „Reikningsnúmerið er 528-14-404866 og kennitalan 561216-0530. Svo erum við í því að finna upp á skemmtilegum verkefnum til að efla sjóðinn áður en úthlutað verður úr honum í júní. Við byrjuðum með SMS-leik og núna erum við með í símasölu fallega nælu sem hönnuð var af Rakel Tómasdóttur og Gabríel Bachmann en hún verður einnig fáanleg í verslunum fljótlega,“ segir Orri.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein