Gagnrýna stjórnstöð ferðamála harðlega Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2017 07:00 Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar eru mörkin óskýr hvor beri ábyrgð innan málaflokksins, Ferðamálastofa eða Stjórnstöð ferðamála. vísir/stefán Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira