Gagnrýna stjórnstöð ferðamála harðlega Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2017 07:00 Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar eru mörkin óskýr hvor beri ábyrgð innan málaflokksins, Ferðamálastofa eða Stjórnstöð ferðamála. vísir/stefán Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira