Gagnrýna stjórnstöð ferðamála harðlega Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2017 07:00 Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar eru mörkin óskýr hvor beri ábyrgð innan málaflokksins, Ferðamálastofa eða Stjórnstöð ferðamála. vísir/stefán Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferðamál er óskýr að mati Ríkisendurskoðunar sem gagnrýnir stefnu- og skipulagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkisendurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins.Óskar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Stjórnstöðvar ferðamála.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstaklega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum fengið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira