Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2017 11:33 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. vísir/gva Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem fjallað er um að ríkisstjórnin boði nýjan skatt á ferðaþjónustuna. Er meðal annars verið að skoða að krefja rútufyrirtækin um að kaupa leyfi fyrir starfsemi þeirra. Fjallað er um þennan mögulega nýja skatt í miðlum á borð við The Telegraph, Travel and Leisure og The Sun. Í viðtali Bloomberg við ráðherrann segir að ríkisstjórnin sé nú að íhuga hvaða leiðir séu færar varðandi aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna þar sem markmiðið væri að takmarka þann fjölda sem fer á vinsælustu ferðamannastaðina hérlendis. „Ferðaþjónustan og við öll verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Þórdís Kolbrún.Ísland að verða enn dýrara? Eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Er því spáð að allt að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á þessu ári. Eitthvað hefur þó verið um afbókanir undanfarið vegna óhagstæðs gengis þar sem krónan hefur styrkst mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og ferðir hingað til lands hafa því hækkað í verði, sem og vörur og þjónusta sem ferðamenn kaupa hér. Í tengslum við viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og nýja skattinn sem ríkisstjórnin er að skoða er því einmitt slegið upp í miðlunum erlendis að Ísland stefni nú í að verða dýrara en það er nú þegar. Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af því að of mikil ásókn í helstu náttúruperlur landsins geti spillt fyrir upplifun ferðamanna og jafnvel spillt perlunum sjálfum. Hún kallar eftir hugrekki frá kollegum sínum í ríkisstjórninni og aðilum í ferðaþjónustunni.Þarf að tryggja að upplifun ferðamanna sé jákvæð „Sum svæði eru einfaldlega þannig að þau bera ekki eina milljón ferðamanna á ári. Ef við hleypum enn fleira fólki inn á þau svæði þá missum við það sem gerir þau sértsök; einstakar náttúruperlur sem eru hluti af ímynd okkar og við erum að selja,“ segir Þórdís Kolbrún. Á meðal þess sem ríkisstjórnin er að skoða varðandi aukna skattheimtu er að krefja rútufyrirtækin og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir að kaupa sérstakt leyfi fyrir starfsemi sinni. Unnið er að útfærslu á þessu af hópi sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Þá hefur þegar verið ákveðið að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur frá og með næsta hausti en það var ákveðið á síðasta ári. Þá skilaði gjaldið 400 milljónum króna í ríkiskassann en í ár gæti hann skilað allt að 1,2 milljörðum króna. Öll frekari skattheimta færi í að byggja upp innviði. „Þegar við tölum um að taka gjald fyrir aðgang þá þýðir það fyrir mér að stýra því hversu margir geta heimsótt tiltekin svæði sem er nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Við þurfum líka að tryggja að upplifun ferðamanna sem hingað koma sé jákvæð.“Uppfært klukkan 15:00: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verið væri að skoða að hækka gistináttagjaldið, eins og fram kom í frétt Bloomberg. Hið rétta er hins vegar að í fyrra var ákveðið að hækka gjaldið frá og með næsta hausti. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem fjallað er um að ríkisstjórnin boði nýjan skatt á ferðaþjónustuna. Er meðal annars verið að skoða að krefja rútufyrirtækin um að kaupa leyfi fyrir starfsemi þeirra. Fjallað er um þennan mögulega nýja skatt í miðlum á borð við The Telegraph, Travel and Leisure og The Sun. Í viðtali Bloomberg við ráðherrann segir að ríkisstjórnin sé nú að íhuga hvaða leiðir séu færar varðandi aukna skattlagningu á ferðaþjónustuna þar sem markmiðið væri að takmarka þann fjölda sem fer á vinsælustu ferðamannastaðina hérlendis. „Ferðaþjónustan og við öll verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Þórdís Kolbrún.Ísland að verða enn dýrara? Eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Er því spáð að allt að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað á þessu ári. Eitthvað hefur þó verið um afbókanir undanfarið vegna óhagstæðs gengis þar sem krónan hefur styrkst mikið gagnvart erlendum gjaldmiðlum og ferðir hingað til lands hafa því hækkað í verði, sem og vörur og þjónusta sem ferðamenn kaupa hér. Í tengslum við viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu og nýja skattinn sem ríkisstjórnin er að skoða er því einmitt slegið upp í miðlunum erlendis að Ísland stefni nú í að verða dýrara en það er nú þegar. Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af því að of mikil ásókn í helstu náttúruperlur landsins geti spillt fyrir upplifun ferðamanna og jafnvel spillt perlunum sjálfum. Hún kallar eftir hugrekki frá kollegum sínum í ríkisstjórninni og aðilum í ferðaþjónustunni.Þarf að tryggja að upplifun ferðamanna sé jákvæð „Sum svæði eru einfaldlega þannig að þau bera ekki eina milljón ferðamanna á ári. Ef við hleypum enn fleira fólki inn á þau svæði þá missum við það sem gerir þau sértsök; einstakar náttúruperlur sem eru hluti af ímynd okkar og við erum að selja,“ segir Þórdís Kolbrún. Á meðal þess sem ríkisstjórnin er að skoða varðandi aukna skattheimtu er að krefja rútufyrirtækin og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja skipulagðar ferðir að kaupa sérstakt leyfi fyrir starfsemi sinni. Unnið er að útfærslu á þessu af hópi sem starfar á vegum fjármálaráðuneytisins. Þá hefur þegar verið ákveðið að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur frá og með næsta hausti en það var ákveðið á síðasta ári. Þá skilaði gjaldið 400 milljónum króna í ríkiskassann en í ár gæti hann skilað allt að 1,2 milljörðum króna. Öll frekari skattheimta færi í að byggja upp innviði. „Þegar við tölum um að taka gjald fyrir aðgang þá þýðir það fyrir mér að stýra því hversu margir geta heimsótt tiltekin svæði sem er nauðsynlegt fyrir okkur að gera. Við þurfum líka að tryggja að upplifun ferðamanna sem hingað koma sé jákvæð.“Uppfært klukkan 15:00: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að verið væri að skoða að hækka gistináttagjaldið, eins og fram kom í frétt Bloomberg. Hið rétta er hins vegar að í fyrra var ákveðið að hækka gjaldið frá og með næsta hausti. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54