Of margir með fasta búsetu í gistiskýlinu við Lindargötu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. mars 2017 22:24 Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn á þeim vanda sem fylgir gistiskýlinu við Lindargötu. Of margir séu með fasta búsetu í gistiskýlinu en nú sé verið að finna viðunandi búsetuúrræði fyrir þá einstaklinga. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga hafa nágrannar skýlisins lýst slæmu ástandi. Til að mynda sagði Elín Magnúsdóttir, 86 ára gömul kona, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heim á Lindargötu 59, sem er dvalarheimili fyrir aldraða, en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýlið. Þá eru fleiri nágrannar ósáttir við gang mála og hafa svipaða sögu að segja. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að vernda. Mennirnir séu illa á sig komnir og geri stundum þarfir sínar í garða nágrannanna. Þá hafa nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé fyllilega meðvituð um vandann á Lindargötu og segir að verið sé að bregðast við. „Svona á ekkert að viðgangast. Ég veit að þjónustumiðstöðin ætlar að hafa samband við þetta fólk sem hefur orðið fyrir ónæði og þeirra ættingja, til að þau fái aðstoð ef þau eru orðin það hrædd að þau þori ekki út úr húsi. Og jafnframt er líka verið að vinna með þennan hóp sem er að safna sér saman og brýna fyrir þeim að þetta gangi ekki,“ segir Ilmur. „Þessir menn sem safnast á Vitatorg hafa aðgang að salerni í gistiskýlinu. Þeir eiga ekki þurfa ða gera þarfir sínar í görðum. En síðan er líka ákveðinn vandi í gistiskýlinu að það eru of margir þar og það eru of margir með fasta búsetu þar.“ Samantekt á notkun gistiskýlisins sýni að 18% gesta nýti 70% af öllum gistinóttum. Ilmur segir að ein leiðin til að bregðast við vandanum sé að finna þeim sem nota gistiskýlið sem fast heimili viðundandi búsetu með stuðningi „Við stefnum í „housing first“ áttina sem er mjög þekkt og virkar vel. Það voru til dæmis samþykktar fjórar svoleiðis íbúðir fyrir áramót. Þegar það fer í gagnið og við sjáum árangurinn á því þá siglum við beint í þá átt.“ Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn á þeim vanda sem fylgir gistiskýlinu við Lindargötu. Of margir séu með fasta búsetu í gistiskýlinu en nú sé verið að finna viðunandi búsetuúrræði fyrir þá einstaklinga. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu daga hafa nágrannar skýlisins lýst slæmu ástandi. Til að mynda sagði Elín Magnúsdóttir, 86 ára gömul kona, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heim á Lindargötu 59, sem er dvalarheimili fyrir aldraða, en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýlið. Þá eru fleiri nágrannar ósáttir við gang mála og hafa svipaða sögu að segja. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að vernda. Mennirnir séu illa á sig komnir og geri stundum þarfir sínar í garða nágrannanna. Þá hafa nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé fyllilega meðvituð um vandann á Lindargötu og segir að verið sé að bregðast við. „Svona á ekkert að viðgangast. Ég veit að þjónustumiðstöðin ætlar að hafa samband við þetta fólk sem hefur orðið fyrir ónæði og þeirra ættingja, til að þau fái aðstoð ef þau eru orðin það hrædd að þau þori ekki út úr húsi. Og jafnframt er líka verið að vinna með þennan hóp sem er að safna sér saman og brýna fyrir þeim að þetta gangi ekki,“ segir Ilmur. „Þessir menn sem safnast á Vitatorg hafa aðgang að salerni í gistiskýlinu. Þeir eiga ekki þurfa ða gera þarfir sínar í görðum. En síðan er líka ákveðinn vandi í gistiskýlinu að það eru of margir þar og það eru of margir með fasta búsetu þar.“ Samantekt á notkun gistiskýlisins sýni að 18% gesta nýti 70% af öllum gistinóttum. Ilmur segir að ein leiðin til að bregðast við vandanum sé að finna þeim sem nota gistiskýlið sem fast heimili viðundandi búsetu með stuðningi „Við stefnum í „housing first“ áttina sem er mjög þekkt og virkar vel. Það voru til dæmis samþykktar fjórar svoleiðis íbúðir fyrir áramót. Þegar það fer í gagnið og við sjáum árangurinn á því þá siglum við beint í þá átt.“
Tengdar fréttir Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45 Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn 26. mars 2017 19:45
Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45
Vilja ekki að útigangsfólk búi í gistiskýli Samantekt á notkun gistiskýlisins við Lindargötu 48 sýnir að 18 prósent gesta nýta 70 prósent af öllum gistinóttum. 24. mars 2017 07:00