Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 „Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
„Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira