Björt segir enga töfralausn til í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 13:00 Þingmenn voru sammála um mikilvægi loftslagsaðgerða þegar þeir ræddu nýja skýrslu umhverfisráðherra um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, varaði við því að engin ein töfralausn væri til í loftslagsmálum þegar hún hóf umræður um skýrslu sínu á Alþingi í morgun. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu Íslands í loftslagsmálum. Án meiriháttar inngrips á Ísland ekki eftir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni né Parísarsamningnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern Íslending sé nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu, eins og kemur fram í frétt Fréttablaðsins um skýrsluna. Ráðherrann lýsti skýrslunni sem viðvörun en jafnframt hvatningu. Íslendingar eigi fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Margar aðgerðanna séu ódýrar og sumar skili hreinlega fjárhagslegum ávinningi. „Við þurfum þó að skilja að það er engin ein töfralausn, ekkert eitt verkefni sem getur leyst allt. Við þurfum að sækja fram alls staðar þar sem við sjáum fram á árangur og forgangsraða aðgerðum sem eru hagkvæmastar og skila fjölbreyttum ávinningi,“ sagði Björt þegar hún fór yfir þær aðgerðir sem ráðast þyrfti í.Hrósað fyrir hreinskiptniFulltrúar stjórnarandstöðunnar hrósuðu Björtu fyrir hreinskiptnina. Þannig sagði Kolbeinn Proppé, þingmaður Vinstri grænna, að nýr tónn kveði við í skýrslunni og samflokkskona hans, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sagði að skýrslan dragi enga fjöður yfir að stjórnvöld hafi verið værukær í loftslagsmálum og aðgerðum. Rósa Björk sagðist engu að síður efast um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu í sama takti og umhverfisráðherrann. Spurði hún hvort að allir ráðherrarnir væru sammála yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum að ekki yrðu gerðir fleiri ívilnandi samningar um stóriðju. Þá benti hún á að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún hreinlega varaði við grænum sköttum. Björt hefur meðal annars talað fyrir þeim til að draga úr losun.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ýmislegt hafa verið gert í loftslagsmálum.Vísir/ErnirLíti til heildaráhrifa stóriðjuÞó að þátttakendur í umræðunni úr öllum flokkum væru sammála um mikilvægi aðgerða og lofuðu skýrslu umhverfisráðherra gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, athugasemd við að lítið væri gert úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar hans í loftslagsmálum. Fullyrti Sigurður Ingi að það hefði verið fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggði á fjármögnuðum verkefnum. Þá benti hann á mikilvægi þess að huga að loftslagi í öðrum málum, þar á meðal þegar kæmi rammaáætun, að flutningskerfi raforku og hugmyndum um að selja raforku til Evrópu um sæstreng. Varaði hann sérstaklega við áhrifum þess að hafna frekari stóriðjuuppbyggingu. „Verður þá afleiðingin sú að það verður farið í slík verkefni á öðrum svæðum, annars staðar í heiminum þar sem nýtt eru kolaver? Hver eru þá heildaráhrifin á loftslagsmál í heiminum?“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Þingmenn voru sammála um mikilvægi loftslagsaðgerða þegar þeir ræddu nýja skýrslu umhverfisráðherra um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, varaði við því að engin ein töfralausn væri til í loftslagsmálum þegar hún hóf umræður um skýrslu sínu á Alþingi í morgun. Skýrslan dregur upp dökka mynd af stöðu Íslands í loftslagsmálum. Án meiriháttar inngrips á Ísland ekki eftir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-bókuninni né Parísarsamningnum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern Íslending sé nærri þrefalt meiri en gerist á heimsvísu, eins og kemur fram í frétt Fréttablaðsins um skýrsluna. Ráðherrann lýsti skýrslunni sem viðvörun en jafnframt hvatningu. Íslendingar eigi fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og auka bindingu. Margar aðgerðanna séu ódýrar og sumar skili hreinlega fjárhagslegum ávinningi. „Við þurfum þó að skilja að það er engin ein töfralausn, ekkert eitt verkefni sem getur leyst allt. Við þurfum að sækja fram alls staðar þar sem við sjáum fram á árangur og forgangsraða aðgerðum sem eru hagkvæmastar og skila fjölbreyttum ávinningi,“ sagði Björt þegar hún fór yfir þær aðgerðir sem ráðast þyrfti í.Hrósað fyrir hreinskiptniFulltrúar stjórnarandstöðunnar hrósuðu Björtu fyrir hreinskiptnina. Þannig sagði Kolbeinn Proppé, þingmaður Vinstri grænna, að nýr tónn kveði við í skýrslunni og samflokkskona hans, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sagði að skýrslan dragi enga fjöður yfir að stjórnvöld hafi verið værukær í loftslagsmálum og aðgerðum. Rósa Björk sagðist engu að síður efast um að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gengu í sama takti og umhverfisráðherrann. Spurði hún hvort að allir ráðherrarnir væru sammála yfirlýsingu í stjórnarsáttmálanum að ekki yrðu gerðir fleiri ívilnandi samningar um stóriðju. Þá benti hún á að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún hreinlega varaði við grænum sköttum. Björt hefur meðal annars talað fyrir þeim til að draga úr losun.Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ýmislegt hafa verið gert í loftslagsmálum.Vísir/ErnirLíti til heildaráhrifa stóriðjuÞó að þátttakendur í umræðunni úr öllum flokkum væru sammála um mikilvægi aðgerða og lofuðu skýrslu umhverfisráðherra gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, athugasemd við að lítið væri gert úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar hans í loftslagsmálum. Fullyrti Sigurður Ingi að það hefði verið fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggði á fjármögnuðum verkefnum. Þá benti hann á mikilvægi þess að huga að loftslagi í öðrum málum, þar á meðal þegar kæmi rammaáætun, að flutningskerfi raforku og hugmyndum um að selja raforku til Evrópu um sæstreng. Varaði hann sérstaklega við áhrifum þess að hafna frekari stóriðjuuppbyggingu. „Verður þá afleiðingin sú að það verður farið í slík verkefni á öðrum svæðum, annars staðar í heiminum þar sem nýtt eru kolaver? Hver eru þá heildaráhrifin á loftslagsmál í heiminum?“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Kolsvört loftslagsskýrsla frá ráðherra Skýrsla umhverfisráðherra til Alþingis um stöðu loftslagsmála er óvenju berorð. Hún er kolsvart stöðumat en afmarkar einnig risavaxið verkefni. Að óbreyttu mun losun verða meiri á Íslandi en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2. mars 2017 07:00