Júlía enn ekki fengið skýringar og hætt við að fara til Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2017 14:00 Júlía Hermannsdóttir er hætt við ferð sína til Bandaríkjanna eftir að vegabréfsáritun hennar var skyndilega numinn úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún hefur enn ekki fengið skýringar á ástæðum þess að áritunin var dregin til baka. Tónlistarkonan unga fór á fund í bandaríska sendiráðinu hér á landi í morgun í von um að fá úrlausn sinna mála og í versta falli einhverjar skýringar en þar var lítið um svör. „Þeir segjast ekki geta komist að því af hverju ég má ekki ferðast undir ESTA,“ segir Júlía í samtali við Vísi. ESTA er rafræn ferðaheimild sem Íslendingar geta sótt um áður en ferðast er til Bandaríkjanna og gildir í tvö ár. Júlía ferðaðist síðast til Bandaríkjanna á síðasta ári og sótti þá um ESTA-heimild. Sú heimild hefði átt að vera í gildi fyrir fyrirhugaða för Júlíu til Bandaríkjanna en líkt og Vísir hefur greint frá var sú heimild numin úr gildi án skýringa í síðustu viku.Sjá einnig: Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku ObamaÞarf framvegis að fara í viðtal vilji hún vegabréfsáritun Á fundi Júlíu með fulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun kom fram að Júlía gæti sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til þess að komast til Bandaríkjanna en það ferli tæki tíma. „Ég átti að fara út í dag og vera í tíu daga. Ég kæmist hvort sem er ekki þannig að ég er bara að hætta við að fara til Bandaríkjanna í bili,“ segir Júlía en hún er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir reikna með að halda til Bandaríkjanna á næstu dögum en Júlía ætlaði sér að fara á undan til þess að heimsækja vini í New York. Ljóst er þó að Júlía getur ekki aftur sótt um ESTA-ferðaheimild og þarf því að framvegis að hafa góðan fyrirvara ætli hún sér að ferðast til Bandaríkjanna. Þarf hún að mæta í viðtal í sendiráðið og gefa gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi vilji hún fá vegabréfsáritun „Ég er bara úr leik, það er sem er það skrýtnasta við þetta,“ segir Júlía um ESTA-heimildina. Hún lætur þó ekki bilbug á sér finna og stefnir á að skipuleggja aðra ferð til Bandaríkjanna von bráðar. „Það er svo sem ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekki til Ameríku í dag, það er allt í lagi. En það sem er óhugnanlegt í þessu er að sé hægt að draga til baka ESTA-heimild venjulegs íslensks ríkisborgara án þess að fá neina viðvörun eða skýringu. Tengdar fréttir Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Júlía Hermannsdóttir er hætt við ferð sína til Bandaríkjanna eftir að vegabréfsáritun hennar var skyndilega numinn úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún hefur enn ekki fengið skýringar á ástæðum þess að áritunin var dregin til baka. Tónlistarkonan unga fór á fund í bandaríska sendiráðinu hér á landi í morgun í von um að fá úrlausn sinna mála og í versta falli einhverjar skýringar en þar var lítið um svör. „Þeir segjast ekki geta komist að því af hverju ég má ekki ferðast undir ESTA,“ segir Júlía í samtali við Vísi. ESTA er rafræn ferðaheimild sem Íslendingar geta sótt um áður en ferðast er til Bandaríkjanna og gildir í tvö ár. Júlía ferðaðist síðast til Bandaríkjanna á síðasta ári og sótti þá um ESTA-heimild. Sú heimild hefði átt að vera í gildi fyrir fyrirhugaða för Júlíu til Bandaríkjanna en líkt og Vísir hefur greint frá var sú heimild numin úr gildi án skýringa í síðustu viku.Sjá einnig: Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku ObamaÞarf framvegis að fara í viðtal vilji hún vegabréfsáritun Á fundi Júlíu með fulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun kom fram að Júlía gæti sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til þess að komast til Bandaríkjanna en það ferli tæki tíma. „Ég átti að fara út í dag og vera í tíu daga. Ég kæmist hvort sem er ekki þannig að ég er bara að hætta við að fara til Bandaríkjanna í bili,“ segir Júlía en hún er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir reikna með að halda til Bandaríkjanna á næstu dögum en Júlía ætlaði sér að fara á undan til þess að heimsækja vini í New York. Ljóst er þó að Júlía getur ekki aftur sótt um ESTA-ferðaheimild og þarf því að framvegis að hafa góðan fyrirvara ætli hún sér að ferðast til Bandaríkjanna. Þarf hún að mæta í viðtal í sendiráðið og gefa gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi vilji hún fá vegabréfsáritun „Ég er bara úr leik, það er sem er það skrýtnasta við þetta,“ segir Júlía um ESTA-heimildina. Hún lætur þó ekki bilbug á sér finna og stefnir á að skipuleggja aðra ferð til Bandaríkjanna von bráðar. „Það er svo sem ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekki til Ameríku í dag, það er allt í lagi. En það sem er óhugnanlegt í þessu er að sé hægt að draga til baka ESTA-heimild venjulegs íslensks ríkisborgara án þess að fá neina viðvörun eða skýringu.
Tengdar fréttir Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00