Samþykkt að Strætó gangi lengur á kvöldin og á næturnar um helgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 08:28 Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. vísir/pjetur Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur samgöngustjóra borgarinnar um að Strætó hefji kvöld-og næturakstur. Á fundi ráðsins var annars vegar lagt fram minnisblað um kostnaðar-og ábatamat vegna akstursins og hins vegar minnisblað frá Landspítalanum en að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafði spítalinn óskað eftir því við borgina að Strætó myndi aka lengur.Fjallað var um það í Fréttablaðinu á dögunum að árlegur kostnaður Landspítala vegna leigubílanotkunar starfsmana er í kringum hundrað milljónir. Breytingin gæti því sparað Landspítalanum umtalsverðar fjárhæðir á hverju ári. Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. Það er mismunandi eftir leiðum hvenær hann hættir að ganga en það er á bilinu milli klukkan hálftólf og hálfeitt. Fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu, eins og til dæmis starfsmenn Landspítalans, og vill nýta sér strætó getur það því reynst erfitt á kvöldin og næturnar. Þá eru dæmi þess að fólk fari fyrr úr bíó til að ná strætó heim að ógleymdu skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur og þeim sem myndu kjósa að taka strætó af djamminu í stað leigubíls. Samkvæmt samþykkt umhverfis-og skipulagsráðs mun Strætó ganga til eitt frá og með ágúst á þessu ári. Þá er áætlað að vagnar gangi frá hálftvö til hálffjögur um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags. Samtals nemur kostnaðurinn á bilinu 180 til 190 milljónir króna, það er 120 til 130 milljónir króna vegna lengri kvöldaksturs og um 60 milljónir króna vegna næturaksturs. Tillögunni var vísað til borgarráðs en umhverfis-og skipulagsráð samþykkti að sérfræðingar Strætó skyldu gera tillögur að næturakstri með 30 mínútna tíðni og meðal annars skoða hvort annað fargjald ætti að gilda þá. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur samgöngustjóra borgarinnar um að Strætó hefji kvöld-og næturakstur. Á fundi ráðsins var annars vegar lagt fram minnisblað um kostnaðar-og ábatamat vegna akstursins og hins vegar minnisblað frá Landspítalanum en að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafði spítalinn óskað eftir því við borgina að Strætó myndi aka lengur.Fjallað var um það í Fréttablaðinu á dögunum að árlegur kostnaður Landspítala vegna leigubílanotkunar starfsmana er í kringum hundrað milljónir. Breytingin gæti því sparað Landspítalanum umtalsverðar fjárhæðir á hverju ári. Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. Það er mismunandi eftir leiðum hvenær hann hættir að ganga en það er á bilinu milli klukkan hálftólf og hálfeitt. Fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu, eins og til dæmis starfsmenn Landspítalans, og vill nýta sér strætó getur það því reynst erfitt á kvöldin og næturnar. Þá eru dæmi þess að fólk fari fyrr úr bíó til að ná strætó heim að ógleymdu skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur og þeim sem myndu kjósa að taka strætó af djamminu í stað leigubíls. Samkvæmt samþykkt umhverfis-og skipulagsráðs mun Strætó ganga til eitt frá og með ágúst á þessu ári. Þá er áætlað að vagnar gangi frá hálftvö til hálffjögur um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags. Samtals nemur kostnaðurinn á bilinu 180 til 190 milljónir króna, það er 120 til 130 milljónir króna vegna lengri kvöldaksturs og um 60 milljónir króna vegna næturaksturs. Tillögunni var vísað til borgarráðs en umhverfis-og skipulagsráð samþykkti að sérfræðingar Strætó skyldu gera tillögur að næturakstri með 30 mínútna tíðni og meðal annars skoða hvort annað fargjald ætti að gilda þá.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira