Samþykkt að Strætó gangi lengur á kvöldin og á næturnar um helgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 08:28 Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. vísir/pjetur Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur samgöngustjóra borgarinnar um að Strætó hefji kvöld-og næturakstur. Á fundi ráðsins var annars vegar lagt fram minnisblað um kostnaðar-og ábatamat vegna akstursins og hins vegar minnisblað frá Landspítalanum en að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafði spítalinn óskað eftir því við borgina að Strætó myndi aka lengur.Fjallað var um það í Fréttablaðinu á dögunum að árlegur kostnaður Landspítala vegna leigubílanotkunar starfsmana er í kringum hundrað milljónir. Breytingin gæti því sparað Landspítalanum umtalsverðar fjárhæðir á hverju ári. Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. Það er mismunandi eftir leiðum hvenær hann hættir að ganga en það er á bilinu milli klukkan hálftólf og hálfeitt. Fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu, eins og til dæmis starfsmenn Landspítalans, og vill nýta sér strætó getur það því reynst erfitt á kvöldin og næturnar. Þá eru dæmi þess að fólk fari fyrr úr bíó til að ná strætó heim að ógleymdu skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur og þeim sem myndu kjósa að taka strætó af djamminu í stað leigubíls. Samkvæmt samþykkt umhverfis-og skipulagsráðs mun Strætó ganga til eitt frá og með ágúst á þessu ári. Þá er áætlað að vagnar gangi frá hálftvö til hálffjögur um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags. Samtals nemur kostnaðurinn á bilinu 180 til 190 milljónir króna, það er 120 til 130 milljónir króna vegna lengri kvöldaksturs og um 60 milljónir króna vegna næturaksturs. Tillögunni var vísað til borgarráðs en umhverfis-og skipulagsráð samþykkti að sérfræðingar Strætó skyldu gera tillögur að næturakstri með 30 mínútna tíðni og meðal annars skoða hvort annað fargjald ætti að gilda þá. Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær tillögur samgöngustjóra borgarinnar um að Strætó hefji kvöld-og næturakstur. Á fundi ráðsins var annars vegar lagt fram minnisblað um kostnaðar-og ábatamat vegna akstursins og hins vegar minnisblað frá Landspítalanum en að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hafði spítalinn óskað eftir því við borgina að Strætó myndi aka lengur.Fjallað var um það í Fréttablaðinu á dögunum að árlegur kostnaður Landspítala vegna leigubílanotkunar starfsmana er í kringum hundrað milljónir. Breytingin gæti því sparað Landspítalanum umtalsverðar fjárhæðir á hverju ári. Í dag er það svo að Strætó hættir að ganga í kringum miðnætti, bæði á virkum dögum og um helgar. Það er mismunandi eftir leiðum hvenær hann hættir að ganga en það er á bilinu milli klukkan hálftólf og hálfeitt. Fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu, eins og til dæmis starfsmenn Landspítalans, og vill nýta sér strætó getur það því reynst erfitt á kvöldin og næturnar. Þá eru dæmi þess að fólk fari fyrr úr bíó til að ná strætó heim að ógleymdu skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur og þeim sem myndu kjósa að taka strætó af djamminu í stað leigubíls. Samkvæmt samþykkt umhverfis-og skipulagsráðs mun Strætó ganga til eitt frá og með ágúst á þessu ári. Þá er áætlað að vagnar gangi frá hálftvö til hálffjögur um helgar, það er aðfaranótt laugardags og sunnudags. Samtals nemur kostnaðurinn á bilinu 180 til 190 milljónir króna, það er 120 til 130 milljónir króna vegna lengri kvöldaksturs og um 60 milljónir króna vegna næturaksturs. Tillögunni var vísað til borgarráðs en umhverfis-og skipulagsráð samþykkti að sérfræðingar Strætó skyldu gera tillögur að næturakstri með 30 mínútna tíðni og meðal annars skoða hvort annað fargjald ætti að gilda þá.
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira