Háskóladagarnir haldnir með pomp og prakt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 15:26 Mynd/Háskóladagar Allir háskólar landsins halda Háskóladaginn í sameiningu í dag. Mikill fjöldi hefur nú þegar sótt skólana heim til þess að kynna sér allt nám sem í boði í háskólunum á Íslandi. Dagurinn hófst klukkan 12 og lýkur 16. Það var Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannnesson sem opnaði daginn, sem haldinn er á hverju ári. Það er hvergi jafn auglóst og einmitt á Háskóladaginn hve námsframboð á Íslandi er gott og fjölbreytt. Hægt er að velja úr yfir 500 námsleiðum í sjö háskólum. Þannig ættu allir að geta fundið sér nám við sitt hæfi. Það eru ekki bara námskynningarnar sem heilla í dag því dagskráin er fjölbreytt í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ þar sem kynningarnar fara fram. Gestir og gangandi geta gert ýmislegt sér til skemmtunar á Háskóladeginum. Sprengjugengi HÍ er með sýningar í Háskólabíói. Þar sýnir Háskóladansinn líka listir sínar og boðið verður upp á vísindabíó. Vísindasmiðjan verður á sínum stað þannig öll fjölskyldan ætti að geta haft gaman af. Einnig verður hægt að næla sér í axlarnudd og mælingu á blóðþrýstingi. Hjá HR er hægt að setjast upp í bílhermi og kanna viðbragðstímann þegar snjallsími er notaður við akstur, kanna kasthraða og styrk golfsveiflunnar. Boðið verður upp á akstur í loftknúnum bíl og og hægt verður að setja á sig sýndarveruleikagleraugu til þess að athuga hvort fólk sé haldið fælni. Í Listaháskólanum springur reglulega eitthvað út sem tónlistarflutningur og gjörningar og í skoðunarferðum um húsnæðið verða verkstæðin í Laugarnesi skoðuð, vinnurými nemenda og nemendasýningar. Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja land undir fót og heimsækja átta skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 7. - 29. mars. Allir eru velkomnir. Háskólarnir sjö eru HA, HÍ, HR, LHÍ, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Hólum. Háskóladagurinn á ferð og flugi 7. mars - Fjölbrautarskóla Suðurnesja 9. mars - Menntaskólanum á Ísafirði 10. mars - Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 15. mars - Menntaskólanum á Egilsstöðum 16. mars - Menntaskólanum á Akureyri 16. mars - Verkmenntaskólanum á Akureyri 20. mars - Fjölbrautarskóla Vestmannaeyja 29. mars - Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Allir háskólar landsins halda Háskóladaginn í sameiningu í dag. Mikill fjöldi hefur nú þegar sótt skólana heim til þess að kynna sér allt nám sem í boði í háskólunum á Íslandi. Dagurinn hófst klukkan 12 og lýkur 16. Það var Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannnesson sem opnaði daginn, sem haldinn er á hverju ári. Það er hvergi jafn auglóst og einmitt á Háskóladaginn hve námsframboð á Íslandi er gott og fjölbreytt. Hægt er að velja úr yfir 500 námsleiðum í sjö háskólum. Þannig ættu allir að geta fundið sér nám við sitt hæfi. Það eru ekki bara námskynningarnar sem heilla í dag því dagskráin er fjölbreytt í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ þar sem kynningarnar fara fram. Gestir og gangandi geta gert ýmislegt sér til skemmtunar á Háskóladeginum. Sprengjugengi HÍ er með sýningar í Háskólabíói. Þar sýnir Háskóladansinn líka listir sínar og boðið verður upp á vísindabíó. Vísindasmiðjan verður á sínum stað þannig öll fjölskyldan ætti að geta haft gaman af. Einnig verður hægt að næla sér í axlarnudd og mælingu á blóðþrýstingi. Hjá HR er hægt að setjast upp í bílhermi og kanna viðbragðstímann þegar snjallsími er notaður við akstur, kanna kasthraða og styrk golfsveiflunnar. Boðið verður upp á akstur í loftknúnum bíl og og hægt verður að setja á sig sýndarveruleikagleraugu til þess að athuga hvort fólk sé haldið fælni. Í Listaháskólanum springur reglulega eitthvað út sem tónlistarflutningur og gjörningar og í skoðunarferðum um húsnæðið verða verkstæðin í Laugarnesi skoðuð, vinnurými nemenda og nemendasýningar. Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja land undir fót og heimsækja átta skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 7. - 29. mars. Allir eru velkomnir. Háskólarnir sjö eru HA, HÍ, HR, LHÍ, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Hólum. Háskóladagurinn á ferð og flugi 7. mars - Fjölbrautarskóla Suðurnesja 9. mars - Menntaskólanum á Ísafirði 10. mars - Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 15. mars - Menntaskólanum á Egilsstöðum 16. mars - Menntaskólanum á Akureyri 16. mars - Verkmenntaskólanum á Akureyri 20. mars - Fjölbrautarskóla Vestmannaeyja 29. mars - Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent