Atli Fannar vann Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2017 13:35 Þrettán af þeim sautján framhaldsskólanemendum sem stóðu sig best í lokakeppni stærðfræðikeppninnar í ár. Þau verða fulltrúar Íslands í Norrænu stærðfræðikeppninni þann 3. apríl næstkomandi. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Atli Fannar Franklín, nemandi við Menntaskólann á Akureyri, bar sigur úr býtum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór á laugardag. Til keppni mættu 34 nemendur en Atli Fannar hlaut 50 stig af 60 mögulegum. Í öðru sæti var Hrólfur Eyjólfsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, með 46 stig og hnífjafnir í þriðja til fjórða sæti með 44 stig voru þeir Garðar Sigurðarson og Guðjón Helgi Auðunsson úr Menntaskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar segir að nemendur í sautján efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 3. apríl næstkomandi. „Þeir Garðar og Guðjón Helgi eiga afmæli of snemma á árinu til að geta tekið þátt í Ólympíukeppninni en þeim Atla Fannari, Hrólfi og Elvari Wang Atlasyni, sem vermdi 5. sætið, hefur þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram mun fara í Río de Janeiro í Brasilíu í sumar. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 5. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti.Sjö stúlkur og sautján piltar mættu til keppni í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. mars.Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema.Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 377 nemendur víðs vegar af landinu úr 24 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 1 og 3 en dæmi 3 var á þessa leið: Andri Dagur og Björt Nótt sitja við venjulegt skákborð. Neðst í vinstra horninu stendur einn hrókur. Þau skiptast á og skulu í hverjum leik færa hrókinn á annan reit eins langt og þau vilja fyrir ofan eða til hægri við reitinn sem hann stendur á. Spilið endar þegar hrókurinn er kominn efst í hægra hornið. Andri byrjar. Ef það að koma hróknum efst í hægra hornið markar: a) sigur b) tap; hvort þeirra á þá, í hvoru tilviki um sig, örugga vinningsleið?. Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni í byrjun apríl: 1. Atli Fannar Franklín (MA) 2. Hrólfur Eyjólfsson (MR) 3.-4. Guðjón Helgi Auðunsson (MR) 3.-4. Garðar Sigurðarson (MR) 5. Elvar Wang Atlason (MR) 6.-7. Breki Pálsson (MR) 6.-7. Sindri Unnsteinsson (MA) 8. Ásmundur Óskar Ásmundsson (MR) 9.-10. Sindri Magnússon (MR) 9.-10. Sveinn Þráinn Guðmundsson (MR) 11. Brynjar Ingimarsson (MA) 12. Þórður Ágústsson(MR) 13.-14. Davíð Phuong Xuan Nguyen(MR) 13.-14. Erla Sigríður Sigurðardóttir (MA) 15. Ari Páll Agnarsson (MR) 16. Magnús Konráð Sigurðsson (MR) 17. Valgeir Sigurðsson (BHS) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Atli Fannar Franklín, nemandi við Menntaskólann á Akureyri, bar sigur úr býtum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór á laugardag. Til keppni mættu 34 nemendur en Atli Fannar hlaut 50 stig af 60 mögulegum. Í öðru sæti var Hrólfur Eyjólfsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, með 46 stig og hnífjafnir í þriðja til fjórða sæti með 44 stig voru þeir Garðar Sigurðarson og Guðjón Helgi Auðunsson úr Menntaskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar segir að nemendur í sautján efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 3. apríl næstkomandi. „Þeir Garðar og Guðjón Helgi eiga afmæli of snemma á árinu til að geta tekið þátt í Ólympíukeppninni en þeim Atla Fannari, Hrólfi og Elvari Wang Atlasyni, sem vermdi 5. sætið, hefur þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram mun fara í Río de Janeiro í Brasilíu í sumar. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 5. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti.Sjö stúlkur og sautján piltar mættu til keppni í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. mars.Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema.Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 377 nemendur víðs vegar af landinu úr 24 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 1 og 3 en dæmi 3 var á þessa leið: Andri Dagur og Björt Nótt sitja við venjulegt skákborð. Neðst í vinstra horninu stendur einn hrókur. Þau skiptast á og skulu í hverjum leik færa hrókinn á annan reit eins langt og þau vilja fyrir ofan eða til hægri við reitinn sem hann stendur á. Spilið endar þegar hrókurinn er kominn efst í hægra hornið. Andri byrjar. Ef það að koma hróknum efst í hægra hornið markar: a) sigur b) tap; hvort þeirra á þá, í hvoru tilviki um sig, örugga vinningsleið?. Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni í byrjun apríl: 1. Atli Fannar Franklín (MA) 2. Hrólfur Eyjólfsson (MR) 3.-4. Guðjón Helgi Auðunsson (MR) 3.-4. Garðar Sigurðarson (MR) 5. Elvar Wang Atlason (MR) 6.-7. Breki Pálsson (MR) 6.-7. Sindri Unnsteinsson (MA) 8. Ásmundur Óskar Ásmundsson (MR) 9.-10. Sindri Magnússon (MR) 9.-10. Sveinn Þráinn Guðmundsson (MR) 11. Brynjar Ingimarsson (MA) 12. Þórður Ágústsson(MR) 13.-14. Davíð Phuong Xuan Nguyen(MR) 13.-14. Erla Sigríður Sigurðardóttir (MA) 15. Ari Páll Agnarsson (MR) 16. Magnús Konráð Sigurðsson (MR) 17. Valgeir Sigurðsson (BHS)
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira