Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2017 15:46 Alda Hrönn Jóhannesdóttir rannsakaði mál lögreglumanns án þess að hafa skriflega heimild fyrir því frá rikissaksóknara. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðstoðarlögreglustjóri og yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fái afhent gögn héraðssaksóknara máli sem embættið hafði til rannsóknar. Málið sneri að meintum brotum Öldu Hrannar, misbeitingu valds, í starfi við rannsókn á svokölluðu Löke-máli. Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins.Braut gegn þagnarskyldu Tveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing. Alda, sem var sett í ótímabundið leyfi í október þegar málið, hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Hún hafði farið fram á að fá gögnin afhent þegar málið var til rannsóknar en þeirri beiðni var synjað af embættinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið var fellt niður hjá héraðssaksóknara í desember og sagði Alda Hrönn að málið hefði reynst sér mjög erfitt. „Ég hef unnið vinnuna mína að mínu mati mjög samviskusamlega og samkvæmt lögum alla tíð. Það er mjög sárt að hafa lagt sig 150 eða 200 prósent fram í langan tíma og verið síðan settur til hliðar fyrir eitthvað sem maður veit að er ekki satt.“Víkur ekki frá störfum Lögreglumennirnir kærðu ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara sem sneri við ákvörðun setts héraðssaksóknara. Var ástæðan sú að lögreglufulltrúi sem aðstoðaði Lúðvík Bergvinsson, settan héraðssaksóknara, við rannsókn málsins var metinn vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla á Facebook nokkrum dögum eftir að málið var fellt niður. Deilt er um hvort Alda Hrönn hafi haft vald til þess að hefja rannsókn á samskiptum lögreglumannsins. Málið var fyrst skráð í apríl 2014 í skráarkerfi lögreglu en rannsókn Öldu Hrannar hófst hins vegar að öllum líkindum í byrjun september árið áður. Samkvæmt lögreglulögum hafi hún ekki haft vald til að rannsaka störf lögreglumanns, aðeins ríkissaksóknari hafi haft það vald. Alda Hrönn mun ekki víkja frá störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á meðan málið er til rannsóknar hjá settum héraðssaksóknara.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Alda Hrönn: Sárt að hafa alltaf lagt sig alla fram en samt verið leyst frá störfum Aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útilokar ekki að leggja sjálf fram kæru. 22. desember 2016 10:09 Steig til hliðar en talar fyrir lögregluna á ráðstefnu í Helsinki Alda steig til hliðar hjá lögreglunni um miðjan október eftir að settur héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum hennar í LÖKE-málinu svonefnda. 15. nóvember 2016 06:00 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Alda Hrönn á fullum launum á meðan rannsókn stendur yfir Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. 26. október 2016 13:58 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðstoðarlögreglustjóri og yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fái afhent gögn héraðssaksóknara máli sem embættið hafði til rannsóknar. Málið sneri að meintum brotum Öldu Hrannar, misbeitingu valds, í starfi við rannsókn á svokölluðu Löke-máli. Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins.Braut gegn þagnarskyldu Tveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing. Alda, sem var sett í ótímabundið leyfi í október þegar málið, hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Hún hafði farið fram á að fá gögnin afhent þegar málið var til rannsóknar en þeirri beiðni var synjað af embættinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið var fellt niður hjá héraðssaksóknara í desember og sagði Alda Hrönn að málið hefði reynst sér mjög erfitt. „Ég hef unnið vinnuna mína að mínu mati mjög samviskusamlega og samkvæmt lögum alla tíð. Það er mjög sárt að hafa lagt sig 150 eða 200 prósent fram í langan tíma og verið síðan settur til hliðar fyrir eitthvað sem maður veit að er ekki satt.“Víkur ekki frá störfum Lögreglumennirnir kærðu ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara sem sneri við ákvörðun setts héraðssaksóknara. Var ástæðan sú að lögreglufulltrúi sem aðstoðaði Lúðvík Bergvinsson, settan héraðssaksóknara, við rannsókn málsins var metinn vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla á Facebook nokkrum dögum eftir að málið var fellt niður. Deilt er um hvort Alda Hrönn hafi haft vald til þess að hefja rannsókn á samskiptum lögreglumannsins. Málið var fyrst skráð í apríl 2014 í skráarkerfi lögreglu en rannsókn Öldu Hrannar hófst hins vegar að öllum líkindum í byrjun september árið áður. Samkvæmt lögreglulögum hafi hún ekki haft vald til að rannsaka störf lögreglumanns, aðeins ríkissaksóknari hafi haft það vald. Alda Hrönn mun ekki víkja frá störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á meðan málið er til rannsóknar hjá settum héraðssaksóknara.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Alda Hrönn: Sárt að hafa alltaf lagt sig alla fram en samt verið leyst frá störfum Aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útilokar ekki að leggja sjálf fram kæru. 22. desember 2016 10:09 Steig til hliðar en talar fyrir lögregluna á ráðstefnu í Helsinki Alda steig til hliðar hjá lögreglunni um miðjan október eftir að settur héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum hennar í LÖKE-málinu svonefnda. 15. nóvember 2016 06:00 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Alda Hrönn á fullum launum á meðan rannsókn stendur yfir Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. 26. október 2016 13:58 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Alda Hrönn: Sárt að hafa alltaf lagt sig alla fram en samt verið leyst frá störfum Aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu útilokar ekki að leggja sjálf fram kæru. 22. desember 2016 10:09
Steig til hliðar en talar fyrir lögregluna á ráðstefnu í Helsinki Alda steig til hliðar hjá lögreglunni um miðjan október eftir að settur héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum hennar í LÖKE-málinu svonefnda. 15. nóvember 2016 06:00
Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05
Alda Hrönn á fullum launum á meðan rannsókn stendur yfir Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. 26. október 2016 13:58