Bjarni segist ekki missa svefn yfir skoðanakönnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 16:28 Forsætisráðherra hefur litlar áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist „ekki missa svefn“ yfir nýjustu skoðanakönnunum sem sýna minnkandi stuðning við ríkisstjórnina. Um þrjár kannanir séu gerðar í hverjum mánuði og þær breytist stöðugt. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag að lægra fylgi skýrist væntanlega af skýrslunum tveimur sem Bjarni lét vinna en gerði ekki opinberar fyrr en að kosningum loknum, en stjórnarandstaðan hefur sakað hann um að hafa leynt þeim til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Logi vísaði í skoðanakönnun MMR frá því í gær þar sem ríkisstjórnin mælist með 34,9 prósenta fylgi. „Ef miðað er við könnun MMR frá því í gær hafa stjórnarflokkarnir misst um 30 prósent fylgi og stjórnin nýtur aðeins stuðnings þriðjungs kjósenda 40 dögum eftir að hún tók við. Í síðustu Gallup-könnun er veruleikinn svo enn svartari. Aðeins fjórðungur landsmanna styður ríkisstjórnina, mest tekjuháir karlmenn,“ sagði Logi í óundirbúnum fyrirspurnartíma, áður en hann spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af þessari þróun. Bjarni sagðist litlar áhyggjur hafa, enda séu um þrjár kannanir í mánuði. „Fyrir rétt tæpu ári voru Píratar með 40 prósent, nú er annar flokkur að mælast stærstur í sumum könnunum og enn aðrir flokkar í öðrum. Ég veit ekki hvort það gagnast þjóðfélagsumræðunni mikið að vera að velta fyrir sér skoðanakönnunum,“ sagði Bjarni. „Hæstvirtur þingmaður getur verið alveg rólegur yfir því að ég missi ekki svefn yfir því hvernig skoðanakannanir standa. Annað af þeim fyrirtækjum sem vísað er til mældi fylgi við minn flokk undir 22 prósentum þremur dögum fyrir kosningar en við enduðum í 29 prósent,“ sagði hann einnig. Tengdar fréttir Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun. 20. febrúar 2017 13:33 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist „ekki missa svefn“ yfir nýjustu skoðanakönnunum sem sýna minnkandi stuðning við ríkisstjórnina. Um þrjár kannanir séu gerðar í hverjum mánuði og þær breytist stöðugt. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag að lægra fylgi skýrist væntanlega af skýrslunum tveimur sem Bjarni lét vinna en gerði ekki opinberar fyrr en að kosningum loknum, en stjórnarandstaðan hefur sakað hann um að hafa leynt þeim til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Logi vísaði í skoðanakönnun MMR frá því í gær þar sem ríkisstjórnin mælist með 34,9 prósenta fylgi. „Ef miðað er við könnun MMR frá því í gær hafa stjórnarflokkarnir misst um 30 prósent fylgi og stjórnin nýtur aðeins stuðnings þriðjungs kjósenda 40 dögum eftir að hún tók við. Í síðustu Gallup-könnun er veruleikinn svo enn svartari. Aðeins fjórðungur landsmanna styður ríkisstjórnina, mest tekjuháir karlmenn,“ sagði Logi í óundirbúnum fyrirspurnartíma, áður en hann spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af þessari þróun. Bjarni sagðist litlar áhyggjur hafa, enda séu um þrjár kannanir í mánuði. „Fyrir rétt tæpu ári voru Píratar með 40 prósent, nú er annar flokkur að mælast stærstur í sumum könnunum og enn aðrir flokkar í öðrum. Ég veit ekki hvort það gagnast þjóðfélagsumræðunni mikið að vera að velta fyrir sér skoðanakönnunum,“ sagði Bjarni. „Hæstvirtur þingmaður getur verið alveg rólegur yfir því að ég missi ekki svefn yfir því hvernig skoðanakannanir standa. Annað af þeim fyrirtækjum sem vísað er til mældi fylgi við minn flokk undir 22 prósentum þremur dögum fyrir kosningar en við enduðum í 29 prósent,“ sagði hann einnig.
Tengdar fréttir Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun. 20. febrúar 2017 13:33 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun. 20. febrúar 2017 13:33