Fá hvergi pláss hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskóla: „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. febrúar 2017 20:00 Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ungir foreldrar með 11 mánaða gamalt barn fá hvorki pláss fyrir barnið hjá dagforeldri í Reykjavík né á ungbarnaleikskóla. Þau fá þau svör að líklega fái þau ekki pláss fyrr en árið 2018 og segja fjölmarga foreldra í sama vanda. Dagforeldrar í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi og sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Í dag er staðan erfið fyrir marga foreldra sem fá ekki pláss fyrir börn sín í daggæslu. Á dögunum var sett af stað undirskriftarsöfnun undir yfirskriftinni „Við skorum á Reykjavíkurborg að gera foreldrum ungra barna kleift að vinna“ og hafa hátt í 500 manns skrifað undir. Sif Ragnarsdóttir hefur staðið í ströngu til að koma tæplega ellefu mánaða gamalli dóttur sinni í daggæslu. „Ég er bæði á biðlistum á ungbarnaleikskólum og hjá dagforeldrum. Ég er meira að segja á biðlistum víða um Reykjavíkurborg. Staðan er bara þannig að maður getur ekki endilega sótt um í sínu hverfi,“ segir Sif. Um leið og stúlkan fæddist sótti Sif um á ungbarnaleikskóla en hefur enn ekki fengið pláss þar. Þá hafi hún og kærasti hennar hringt ófá símtöl í dagforeldra um allan bæ en alltaf fái hún þau svör að ekkert sé laust á næstu mánuðum. „Það þurfi að losna pláss eða að einhver detti út af biðlistanum. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er stödd á neinum biðlista. Hvort ég sé númer 3 eða númer 10 í röðinni. Við fengum til dæmis þau svör frá leikskólum hjá Reykjavíkurborg að hún fengi ekki inn í haust því hún yrði ekki orðin 18 mánaða. Mögulega kannski um áramótin en trúlega ekki fyrr en haustið 2018,“ segir Sif og bætir við að þetta valdi tekjutapi og áhyggjum. „Svo hefur þetta líka áhrif á félagsþroska hennar: að hún fái ekki að komast í starf og leik með öðrum börnum,“ segir Sif og bætir við að fjölmargir séu í sömu stöðu. Hún hvetur borgina borgina til að koma þessum málum í réttan farveg. Borgin þurfi að hafa betri yfirsýn, veita meiri stuðning og sjá til þess að börn fái pláss í daggæslu. „Þetta fólk vill öllum vel en maður þarf að þekkja einhvern. Það er fáránlegt því ekki þekki ég neitt einasta dagforeldri eða hef tengsl í ungbarnaleikskóla eða neitt svo ég stend held ég bara mjög aftarlega á öllum biðlistum,“ segir Sif.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira