Kári segir Sirrý hafa farið fram í stíl Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 17:29 Nýr bakþankahöfundur Fréttablaðsins ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Sirrý Hallgríms, nýr bakþankahöfundur Fréttablaðsins og fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra, hefur eldað grátt silfur við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Pistill hennar í dag er skáldlegur, dramatískur í stíl og lýsir því þá er knúið er dyra hjá henni og er þá þar mættur Kári Stefánsson, sem hellir sér yfir hana að hætti hússins: „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér,“ segir í pistlinum. Pistillinn hefur vakið verulega athygli og sennilega hafa flestir gert sér grein fyrir því að þarna er um sviðsetningu að ræða, en ... víst er að bankþankar gerðu vart við sig í ýmsum kollum: Getur verið að þetta hafi í raun og veru gerst? Kári er nú uppátektarsamur maður og óútreiknanlegur. En, nei, svo er ekki að sögn Sirrýar, þá er Vísir innti hana eftir því. „Neinei, þetta er bara uppspuni.“ Blaðamaður Vísis er ekki sá eini sem vildi fá úr þessu skorið -- nokkrir höfðu spurt hana út í þetta atriði. Sirrý sagðist þó hafa fengið „meira af kommentum frá fólki að þetta sé skemmtileg uppsetning.“Fjall af heimskulegur ráðumVissulega. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson svaraði fyrsta pistli Sirrýar, sem fjallaði um Kára og Íslenska erfðagreiningu, á Facebooksíðu sinni og dró hvergi af sér. Undir lok pistils sem hann birti á Vísi, þar sem hann fór í saumana á skrifum Sirrýar, sem hann gefur minna en ekkert fyrir (sjá meðfylgjandi) spyr hann hvers vegna skrif sem þessi og svarar spurningunni sjálfur með samsæriskenningu: „Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen, dómsmála-ráðherra, í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst regin misskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.“Gamansamur uppspuniVísir sendi Kára fyrirspurn áður en fréttamiðillinn náði tali af Sirrý og hann sendi svar og gott betur – birti svar sitt samviskusamlega á Facebook-síðu sinni. Víst er að Kári lætur menn ekki eiga neitt hjá sér, hann segir þetta heiðarlegt svar af sinni hálfu. „Ég man ekki til þess að hafa hitt umrædda Sirrý, né veit ég til þess að einhver frá ÍE hafi leitað til hennar. Pistlarnir hennar tveir í bakþönkum eru að öllum líkindum gamansamur uppspuni skrifaðir í stíl sem er ekki heiglum hentur. Í fyrri pistlinum gaf hún ýmislegt í skyn sem var á skjön við raunveruleikann sem ég fann mig knúinn til þess að leiðrétta og stíllinn vafðist svolítið fyrir henni. Seinni pistillinn er miklu léttari og henni tekst ágætlega að gera grín að mér og er ekki með neinar dylgjur. Æfingin er greinilega að skila sér og ef hún heldur þessu áfram má vel vera að eftir nokkur skipti takist henni að skemmta fleirum en þeim sem er í nöp við Íslenska erfðagreiningu og því ber að fagna. Gaman er best þegar það er hannað þannig að það gagnist sem flestum.“ Og svo mörg voru þau orð. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Sirrý Hallgríms, nýr bakþankahöfundur Fréttablaðsins og fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra, hefur eldað grátt silfur við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Pistill hennar í dag er skáldlegur, dramatískur í stíl og lýsir því þá er knúið er dyra hjá henni og er þá þar mættur Kári Stefánsson, sem hellir sér yfir hana að hætti hússins: „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér,“ segir í pistlinum. Pistillinn hefur vakið verulega athygli og sennilega hafa flestir gert sér grein fyrir því að þarna er um sviðsetningu að ræða, en ... víst er að bankþankar gerðu vart við sig í ýmsum kollum: Getur verið að þetta hafi í raun og veru gerst? Kári er nú uppátektarsamur maður og óútreiknanlegur. En, nei, svo er ekki að sögn Sirrýar, þá er Vísir innti hana eftir því. „Neinei, þetta er bara uppspuni.“ Blaðamaður Vísis er ekki sá eini sem vildi fá úr þessu skorið -- nokkrir höfðu spurt hana út í þetta atriði. Sirrý sagðist þó hafa fengið „meira af kommentum frá fólki að þetta sé skemmtileg uppsetning.“Fjall af heimskulegur ráðumVissulega. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson svaraði fyrsta pistli Sirrýar, sem fjallaði um Kára og Íslenska erfðagreiningu, á Facebooksíðu sinni og dró hvergi af sér. Undir lok pistils sem hann birti á Vísi, þar sem hann fór í saumana á skrifum Sirrýar, sem hann gefur minna en ekkert fyrir (sjá meðfylgjandi) spyr hann hvers vegna skrif sem þessi og svarar spurningunni sjálfur með samsæriskenningu: „Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen, dómsmála-ráðherra, í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst regin misskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.“Gamansamur uppspuniVísir sendi Kára fyrirspurn áður en fréttamiðillinn náði tali af Sirrý og hann sendi svar og gott betur – birti svar sitt samviskusamlega á Facebook-síðu sinni. Víst er að Kári lætur menn ekki eiga neitt hjá sér, hann segir þetta heiðarlegt svar af sinni hálfu. „Ég man ekki til þess að hafa hitt umrædda Sirrý, né veit ég til þess að einhver frá ÍE hafi leitað til hennar. Pistlarnir hennar tveir í bakþönkum eru að öllum líkindum gamansamur uppspuni skrifaðir í stíl sem er ekki heiglum hentur. Í fyrri pistlinum gaf hún ýmislegt í skyn sem var á skjön við raunveruleikann sem ég fann mig knúinn til þess að leiðrétta og stíllinn vafðist svolítið fyrir henni. Seinni pistillinn er miklu léttari og henni tekst ágætlega að gera grín að mér og er ekki með neinar dylgjur. Æfingin er greinilega að skila sér og ef hún heldur þessu áfram má vel vera að eftir nokkur skipti takist henni að skemmta fleirum en þeim sem er í nöp við Íslenska erfðagreiningu og því ber að fagna. Gaman er best þegar það er hannað þannig að það gagnist sem flestum.“ Og svo mörg voru þau orð.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira