Sláandi myndbönd af slagsmálum íslenskra unglinga í lokuðum Facebook-hópi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2017 19:00 Mörg hundruð börn og unglingar á landinu eru meðlimir í lokuðum hópi á Facebook þar sem myndböndum af unglingum í slagsmálum er dreift. Deildarstjóri unglingasviðs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri segir að starfsmenn hafi áhyggjur af gangi mála. Lögregla hefur fengið ábendingar um síðuna. Hópurinn heitir Fagmennska og var stofnaður í júlí í fyrra. Meðlimir hópsins eru nú næstum tvö þúsund. Síðan hópurinn var stofnaður hefur fjöldi myndbanda verið dreift sem sýna misgróf slagsmál unglinga. Flest myndböndin sýna slagsmál á milli tveggja eða fleiri unglingsdrengja. Sum þeirra bera með sér að slagsmálin hafi verið skipulögð á meðan önnur benda til þess að einhver hafi tekið upp slagsmálin án vitundar þeirra sem slást. Þórhildur Jónsdóttir, deildarstjóri unglingasviðs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri, segir að starfsfólk viti af síðunni. Undir Kringlumýri heyra fimm félagsmiðstöðvar í Laugardal, Háaleiti og í Bústaðahverfi. „Við sáum þarna einhverja krakka sem eru héðan úr hverfinu. Það er á þessu unglingastigi. Fimmti til tíundi bekkur. Að slást er ekkert grín og það virðast sum vera alvarleg og ekki alltaf með samþykki beggja aðila sem við höfum auðvitað áhyggjur af,“ segir Þórhildur. Hún segir að starfsfólkið í félagsmiðstöðvunum reyni eftir fremst megi að eiga gott samtal við börnin um afleiðingar myndbandsbirtinga af þessu tagi. Þórhildur segir að það séu fleiri lokaðir hópar á Facebook þar sem börn hafi aðgang að efni sem foreldrar þeirra væru ekki sáttir með. „og ég held af ef þessi síða verði lokuð þá bara opni önnur. Þetta vex bara. Það koma nýjar síður. Við vitum það alveg þannig að umræðan þarf að eiga sér stað og foreldrar verða að vera meðvitaðir: hvað er barnið að gera á netinu?,“ segir Þórhildur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur hún fengið ábendingar um umrædda síðu og er málið í skoðun. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Mörg hundruð börn og unglingar á landinu eru meðlimir í lokuðum hópi á Facebook þar sem myndböndum af unglingum í slagsmálum er dreift. Deildarstjóri unglingasviðs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri segir að starfsmenn hafi áhyggjur af gangi mála. Lögregla hefur fengið ábendingar um síðuna. Hópurinn heitir Fagmennska og var stofnaður í júlí í fyrra. Meðlimir hópsins eru nú næstum tvö þúsund. Síðan hópurinn var stofnaður hefur fjöldi myndbanda verið dreift sem sýna misgróf slagsmál unglinga. Flest myndböndin sýna slagsmál á milli tveggja eða fleiri unglingsdrengja. Sum þeirra bera með sér að slagsmálin hafi verið skipulögð á meðan önnur benda til þess að einhver hafi tekið upp slagsmálin án vitundar þeirra sem slást. Þórhildur Jónsdóttir, deildarstjóri unglingasviðs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri, segir að starfsfólk viti af síðunni. Undir Kringlumýri heyra fimm félagsmiðstöðvar í Laugardal, Háaleiti og í Bústaðahverfi. „Við sáum þarna einhverja krakka sem eru héðan úr hverfinu. Það er á þessu unglingastigi. Fimmti til tíundi bekkur. Að slást er ekkert grín og það virðast sum vera alvarleg og ekki alltaf með samþykki beggja aðila sem við höfum auðvitað áhyggjur af,“ segir Þórhildur. Hún segir að starfsfólkið í félagsmiðstöðvunum reyni eftir fremst megi að eiga gott samtal við börnin um afleiðingar myndbandsbirtinga af þessu tagi. Þórhildur segir að það séu fleiri lokaðir hópar á Facebook þar sem börn hafi aðgang að efni sem foreldrar þeirra væru ekki sáttir með. „og ég held af ef þessi síða verði lokuð þá bara opni önnur. Þetta vex bara. Það koma nýjar síður. Við vitum það alveg þannig að umræðan þarf að eiga sér stað og foreldrar verða að vera meðvitaðir: hvað er barnið að gera á netinu?,“ segir Þórhildur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur hún fengið ábendingar um umrædda síðu og er málið í skoðun.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira