Fór í hjartastopp í ræktinni í Ásvallalaug: Þakklátur bjargvættum sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:40 Geir Friðgeirsson, ásamt bjargvættum sínum, þeim Stefáni Reynissyni, Aron Erni Stefánssyni og Bergsveini Kristinssyni. Hafnarfjarðarbær Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira