Fór í hjartastopp í ræktinni í Ásvallalaug: Þakklátur bjargvættum sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:40 Geir Friðgeirsson, ásamt bjargvættum sínum, þeim Stefáni Reynissyni, Aron Erni Stefánssyni og Bergsveini Kristinssyni. Hafnarfjarðarbær Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira