Fór í hjartastopp í ræktinni í Ásvallalaug: Þakklátur bjargvættum sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:40 Geir Friðgeirsson, ásamt bjargvættum sínum, þeim Stefáni Reynissyni, Aron Erni Stefánssyni og Bergsveini Kristinssyni. Hafnarfjarðarbær Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Geir Friðgeirsson, fór í hjartastopp á hlaupabretti í Ásvallalaug, en var bjargað af starfsmönnum laugarinnar sem og einum gesti, sem kunnu á hjartatæki stöðvarinnar. Geir segist vera afar þakklátur mönnunum, sem og forstöðumanni laugarinnar, en allir starfsmenn gangast undir þjálfun við notkun slíkra tækja í lauginni. Geir, sem er starfandi barnalæknir, var staddur á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Rebook Fitness við Ásvallalaug í Hafnarfirði, þegar hann missti meðvitund vegna þess að hann hafði farið í hjartastoppi. Starfsmenn laugarinnar, þeir Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristinsson komu honum til bjargar, ásamt Stefáni Reynissyni, gesti laugarinnar, en þeir notuðust við tækjabúnað sem var fyrir hendi á staðnum. Atvikið átti sér stað 15. janúar síðastliðinn. „Ég var nýbúinn að tala við konuna mína og segja henni að ég ætlaði bara að taka stutt hlaup á hlaupabrettinu,“ segir Geir í samtali við Vísi. „Ég bara dett niður og missi meðvitund. Sem betur fer voru þarna menn sem urðu vitni að þessu og kölluðu á hjálp,“ segir Geir en þá voru Aron, Bergsveinn og Stefán mættir og byrjuðu þeir strax að hnoða hann. „Þeir komu svo með stuðtæki og stuðuðu mig, eftir rúmlega fimm mínútur,“ segir Geir sem var fluttur á spítalann þar sem honum var haldið sofandi í tvo sólarhringa. Hann fékk svo að fara heim þann 25. janúar síðastliðinn. Geir er afar þakklátur bjargvættum sínum, sem og Aðalsteini Hrafnkelssyni, forstöðumanni sundlaugarinnar, sem að sögn Geirs hefur lagt áherslu á að starfsmenn laugarinnar kunni skyndihjálp.„Hann hefur þessa reglu að allir starfsmenn hjá honum fari í gegnum þjálfun.“ Geir fór í vikunni og heimsótti sundlaugina, forstöðumanninn og bjargvættina þrjá og gaf þeim blóm, eins og sjá má í Facebook færslu Hafnarfjarðarbæjar hér fyrir neðan. Geir segir frá því að hann hafi komist að því að Aron Örn hafi hlotið þjálfun til að beita stuðtækinu í sömu viku og atvikið átti sér stað. „Hann var nýbyrjaður að vinna þarna og hafði á miðvikudag eða fimmtudag verið í þjálfun stóran hluta af deginum hjá Aðalsteini, hvernig ætti að nota stuðtækið, svo hann var alveg ferskur í þessu.“ Geir segir að atvikið sýni fram á hve gríðarlega mikilvægt er að starfsfólk líkamsræktastöðva sé þjálfað í viðbrögðum við slíku og kunni á þau tæki sem þarf að beita.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira