Fékk ekki laun og látin sofa inni hjá eiganda Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Önnur konan bjó í opnu rými á heimili eigandans. vísir/sveinn Eigandi gistiheimilisins Our Guesthouse á Akureyri hafði tvo starfsmenn, stúlkur frá Póllandi og Ungverjalandi, í vinnu hjá sér síðastliðið haust án þess að greiða þeim laun samkvæmt kjarasamningum. Komst upp um málið í desember við eftirgrennslan stéttarfélagsins Einingar Iðju og skattayfirvalda. Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, og segir að fyrirtækið sé til skoðunar hjá stéttarfélaginu en getur ekki farið nánar í málið. „Við gætum trúnaðar við okkar skjólstæðinga sem eru starfsmenn fyrirtækisins. Hins vegar get ég staðfest að við höfum þurft að hafa alvarleg afskipti af fyrirtækinu og það er undir smásjá okkar í víðum skilningi þess orðs,“ segir Björn. „Við lítum málin alvarlegum augum.“ Önnur kvennanna hafði komið sem sjálfboðaliði til Íslands í gegnum síðuna Workaway. Fréttablaðið hefur sagt frá fjölda auglýsinga Íslendinga á síðunni, bæði í ferðaþjónustu og í landbúnaði, en hundruð erlendra ungmenna koma til landsins réttindalaus en fá frítt fæði og húsnæði. Til að mynda gisti konan í opnu rými inni í íbúð eiganda gistiheimilisins. Konan fór af landi brott um leið og málið komst upp. Vildi hún ekki láta innheimta vangoldin laun sín hjá gistiheimilinu og hefur ekki spurst til hennar síðan. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að sjálfboðaliðastarfsemi í ferðaþjónustu og eftirlit með starfseminni sé eilífðarverkefni. „Við vöktum þessar heimasíður þar sem verið er að óska eftir sjálfboðaliðum. Margir aðilar í ferðaþjónustu virðast nýta sér þetta,“ segir Drífa. „Við höldum uppi orðið stífu eftirliti og erum að ná til fólks með því að kíkja í heimsóknir á vinnustaði.“ Eigandi gistiheimilisins á Akureyri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Bað hann blaðamann um að fara af gistiheimilinu þegar spurst var fyrir um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Eigandi gistiheimilisins Our Guesthouse á Akureyri hafði tvo starfsmenn, stúlkur frá Póllandi og Ungverjalandi, í vinnu hjá sér síðastliðið haust án þess að greiða þeim laun samkvæmt kjarasamningum. Komst upp um málið í desember við eftirgrennslan stéttarfélagsins Einingar Iðju og skattayfirvalda. Þetta staðfestir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, og segir að fyrirtækið sé til skoðunar hjá stéttarfélaginu en getur ekki farið nánar í málið. „Við gætum trúnaðar við okkar skjólstæðinga sem eru starfsmenn fyrirtækisins. Hins vegar get ég staðfest að við höfum þurft að hafa alvarleg afskipti af fyrirtækinu og það er undir smásjá okkar í víðum skilningi þess orðs,“ segir Björn. „Við lítum málin alvarlegum augum.“ Önnur kvennanna hafði komið sem sjálfboðaliði til Íslands í gegnum síðuna Workaway. Fréttablaðið hefur sagt frá fjölda auglýsinga Íslendinga á síðunni, bæði í ferðaþjónustu og í landbúnaði, en hundruð erlendra ungmenna koma til landsins réttindalaus en fá frítt fæði og húsnæði. Til að mynda gisti konan í opnu rými inni í íbúð eiganda gistiheimilisins. Konan fór af landi brott um leið og málið komst upp. Vildi hún ekki láta innheimta vangoldin laun sín hjá gistiheimilinu og hefur ekki spurst til hennar síðan. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að sjálfboðaliðastarfsemi í ferðaþjónustu og eftirlit með starfseminni sé eilífðarverkefni. „Við vöktum þessar heimasíður þar sem verið er að óska eftir sjálfboðaliðum. Margir aðilar í ferðaþjónustu virðast nýta sér þetta,“ segir Drífa. „Við höldum uppi orðið stífu eftirliti og erum að ná til fólks með því að kíkja í heimsóknir á vinnustaði.“ Eigandi gistiheimilisins á Akureyri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Bað hann blaðamann um að fara af gistiheimilinu þegar spurst var fyrir um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira