Þingvallanefnd upprætir greni við Valhallarreit Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Greni er ekki íslensk planta og skemmir útsýnið segir Þingvallanefnd sem ætlar að uppræta allan lundinn sem hér sést að hluta og umlykur gamlan sumarbústað. Nordicphotos/Getty Ríkissjóður hefur keypt sumarbústað við Vallhallarreit að ósk Þingvallanefndar sem hyggst rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“, eins og segir í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til forsætisráðuneytisins. „Opnun lóðarinnar fyrir almenning og uppræting greniskógarins myndi bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins, bæði fyrir gangandi gesti sem og þá sem njóta útsýnis frá Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson í bréfi þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð forsætisráðuneytisins við kaup á húsinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/GVA„Fyrirsjáanlegt er að núverandi sumarbústaður og greniskógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðalaðstöðu ferðamanna á Hakinu og svæðisins við Valhallarreitinn og umhverfisins við Öxará,“ skrifar þjóðgarðsvörður og bætir við að svigrúm þurfi vegna stórviðburða, meðal annars árin 2018 og 2030. Húsið sem um ræðir er ríflega 70 ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar. Bústaðurinn, sem var í eigu tíu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni, var endurbyggður fyrir um aldarfjórðungi að því er fram kemur í verðmati sem fasteignasalan Eignamiðlun vann fyrir Þingvallanefnd. Eignamiðlun sagði húsið virðast vera í mjög góðu ástandi. „Staðsetning er einstök eða nánar tiltekið næsta lóð vestan við lóðina þar sem áður stóð Hótel Valhöll. Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eignamiðlun um sjálfan staðinn sem er leigulóð í eigu ríkisins.Tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/AntonEignamiðlun mat verðmæti bústaðarins 35 milljónir króna. Í bréfi til fjármálaráðuneytisins í ágúst síðastliðnum tók forsætisráðuneytið undir ósk Þingvallanefndar um kaup á húsinu. „Þingvallanefnd telur mikilvægt af skipulagsástæðum að fá umráð yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar, uppræta greniskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning,“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins. Kaupin voru síðan gerð í september 2016 fyrir áðurnefnda upphæð. Samkomulag er í gildi milli Skógræktar ríkisins og þjóðgarðsins á Þingvöllum um að erlend tré innan þinghelginnar skuli felld þótt Skógræktin standi vörð um lundi utan þinghelginnar. „Trén sem voru í kring um Valhöll voru felld á grundvelli þess samkomulags,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og vísar til þess að talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám milli Valhallarreitsins og umræddrar sumarbústaðarlóðar á árinu 2006. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Ríkissjóður hefur keypt sumarbústað við Vallhallarreit að ósk Þingvallanefndar sem hyggst rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“, eins og segir í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til forsætisráðuneytisins. „Opnun lóðarinnar fyrir almenning og uppræting greniskógarins myndi bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins, bæði fyrir gangandi gesti sem og þá sem njóta útsýnis frá Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson í bréfi þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð forsætisráðuneytisins við kaup á húsinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/GVA„Fyrirsjáanlegt er að núverandi sumarbústaður og greniskógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðalaðstöðu ferðamanna á Hakinu og svæðisins við Valhallarreitinn og umhverfisins við Öxará,“ skrifar þjóðgarðsvörður og bætir við að svigrúm þurfi vegna stórviðburða, meðal annars árin 2018 og 2030. Húsið sem um ræðir er ríflega 70 ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar. Bústaðurinn, sem var í eigu tíu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni, var endurbyggður fyrir um aldarfjórðungi að því er fram kemur í verðmati sem fasteignasalan Eignamiðlun vann fyrir Þingvallanefnd. Eignamiðlun sagði húsið virðast vera í mjög góðu ástandi. „Staðsetning er einstök eða nánar tiltekið næsta lóð vestan við lóðina þar sem áður stóð Hótel Valhöll. Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eignamiðlun um sjálfan staðinn sem er leigulóð í eigu ríkisins.Tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/AntonEignamiðlun mat verðmæti bústaðarins 35 milljónir króna. Í bréfi til fjármálaráðuneytisins í ágúst síðastliðnum tók forsætisráðuneytið undir ósk Þingvallanefndar um kaup á húsinu. „Þingvallanefnd telur mikilvægt af skipulagsástæðum að fá umráð yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar, uppræta greniskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning,“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins. Kaupin voru síðan gerð í september 2016 fyrir áðurnefnda upphæð. Samkomulag er í gildi milli Skógræktar ríkisins og þjóðgarðsins á Þingvöllum um að erlend tré innan þinghelginnar skuli felld þótt Skógræktin standi vörð um lundi utan þinghelginnar. „Trén sem voru í kring um Valhöll voru felld á grundvelli þess samkomulags,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og vísar til þess að talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám milli Valhallarreitsins og umræddrar sumarbústaðarlóðar á árinu 2006. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent