Þingvallanefnd upprætir greni við Valhallarreit Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Greni er ekki íslensk planta og skemmir útsýnið segir Þingvallanefnd sem ætlar að uppræta allan lundinn sem hér sést að hluta og umlykur gamlan sumarbústað. Nordicphotos/Getty Ríkissjóður hefur keypt sumarbústað við Vallhallarreit að ósk Þingvallanefndar sem hyggst rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“, eins og segir í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til forsætisráðuneytisins. „Opnun lóðarinnar fyrir almenning og uppræting greniskógarins myndi bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins, bæði fyrir gangandi gesti sem og þá sem njóta útsýnis frá Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson í bréfi þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð forsætisráðuneytisins við kaup á húsinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/GVA„Fyrirsjáanlegt er að núverandi sumarbústaður og greniskógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðalaðstöðu ferðamanna á Hakinu og svæðisins við Valhallarreitinn og umhverfisins við Öxará,“ skrifar þjóðgarðsvörður og bætir við að svigrúm þurfi vegna stórviðburða, meðal annars árin 2018 og 2030. Húsið sem um ræðir er ríflega 70 ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar. Bústaðurinn, sem var í eigu tíu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni, var endurbyggður fyrir um aldarfjórðungi að því er fram kemur í verðmati sem fasteignasalan Eignamiðlun vann fyrir Þingvallanefnd. Eignamiðlun sagði húsið virðast vera í mjög góðu ástandi. „Staðsetning er einstök eða nánar tiltekið næsta lóð vestan við lóðina þar sem áður stóð Hótel Valhöll. Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eignamiðlun um sjálfan staðinn sem er leigulóð í eigu ríkisins.Tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/AntonEignamiðlun mat verðmæti bústaðarins 35 milljónir króna. Í bréfi til fjármálaráðuneytisins í ágúst síðastliðnum tók forsætisráðuneytið undir ósk Þingvallanefndar um kaup á húsinu. „Þingvallanefnd telur mikilvægt af skipulagsástæðum að fá umráð yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar, uppræta greniskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning,“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins. Kaupin voru síðan gerð í september 2016 fyrir áðurnefnda upphæð. Samkomulag er í gildi milli Skógræktar ríkisins og þjóðgarðsins á Þingvöllum um að erlend tré innan þinghelginnar skuli felld þótt Skógræktin standi vörð um lundi utan þinghelginnar. „Trén sem voru í kring um Valhöll voru felld á grundvelli þess samkomulags,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og vísar til þess að talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám milli Valhallarreitsins og umræddrar sumarbústaðarlóðar á árinu 2006. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Ríkissjóður hefur keypt sumarbústað við Vallhallarreit að ósk Þingvallanefndar sem hyggst rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“, eins og segir í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til forsætisráðuneytisins. „Opnun lóðarinnar fyrir almenning og uppræting greniskógarins myndi bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins, bæði fyrir gangandi gesti sem og þá sem njóta útsýnis frá Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson í bréfi þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð forsætisráðuneytisins við kaup á húsinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/GVA„Fyrirsjáanlegt er að núverandi sumarbústaður og greniskógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðalaðstöðu ferðamanna á Hakinu og svæðisins við Valhallarreitinn og umhverfisins við Öxará,“ skrifar þjóðgarðsvörður og bætir við að svigrúm þurfi vegna stórviðburða, meðal annars árin 2018 og 2030. Húsið sem um ræðir er ríflega 70 ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar. Bústaðurinn, sem var í eigu tíu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni, var endurbyggður fyrir um aldarfjórðungi að því er fram kemur í verðmati sem fasteignasalan Eignamiðlun vann fyrir Þingvallanefnd. Eignamiðlun sagði húsið virðast vera í mjög góðu ástandi. „Staðsetning er einstök eða nánar tiltekið næsta lóð vestan við lóðina þar sem áður stóð Hótel Valhöll. Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eignamiðlun um sjálfan staðinn sem er leigulóð í eigu ríkisins.Tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/AntonEignamiðlun mat verðmæti bústaðarins 35 milljónir króna. Í bréfi til fjármálaráðuneytisins í ágúst síðastliðnum tók forsætisráðuneytið undir ósk Þingvallanefndar um kaup á húsinu. „Þingvallanefnd telur mikilvægt af skipulagsástæðum að fá umráð yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar, uppræta greniskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning,“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins. Kaupin voru síðan gerð í september 2016 fyrir áðurnefnda upphæð. Samkomulag er í gildi milli Skógræktar ríkisins og þjóðgarðsins á Þingvöllum um að erlend tré innan þinghelginnar skuli felld þótt Skógræktin standi vörð um lundi utan þinghelginnar. „Trén sem voru í kring um Valhöll voru felld á grundvelli þess samkomulags,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og vísar til þess að talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám milli Valhallarreitsins og umræddrar sumarbústaðarlóðar á árinu 2006. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira