Þingvallanefnd upprætir greni við Valhallarreit Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Greni er ekki íslensk planta og skemmir útsýnið segir Þingvallanefnd sem ætlar að uppræta allan lundinn sem hér sést að hluta og umlykur gamlan sumarbústað. Nordicphotos/Getty Ríkissjóður hefur keypt sumarbústað við Vallhallarreit að ósk Þingvallanefndar sem hyggst rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“, eins og segir í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til forsætisráðuneytisins. „Opnun lóðarinnar fyrir almenning og uppræting greniskógarins myndi bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins, bæði fyrir gangandi gesti sem og þá sem njóta útsýnis frá Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson í bréfi þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð forsætisráðuneytisins við kaup á húsinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/GVA„Fyrirsjáanlegt er að núverandi sumarbústaður og greniskógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðalaðstöðu ferðamanna á Hakinu og svæðisins við Valhallarreitinn og umhverfisins við Öxará,“ skrifar þjóðgarðsvörður og bætir við að svigrúm þurfi vegna stórviðburða, meðal annars árin 2018 og 2030. Húsið sem um ræðir er ríflega 70 ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar. Bústaðurinn, sem var í eigu tíu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni, var endurbyggður fyrir um aldarfjórðungi að því er fram kemur í verðmati sem fasteignasalan Eignamiðlun vann fyrir Þingvallanefnd. Eignamiðlun sagði húsið virðast vera í mjög góðu ástandi. „Staðsetning er einstök eða nánar tiltekið næsta lóð vestan við lóðina þar sem áður stóð Hótel Valhöll. Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eignamiðlun um sjálfan staðinn sem er leigulóð í eigu ríkisins.Tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/AntonEignamiðlun mat verðmæti bústaðarins 35 milljónir króna. Í bréfi til fjármálaráðuneytisins í ágúst síðastliðnum tók forsætisráðuneytið undir ósk Þingvallanefndar um kaup á húsinu. „Þingvallanefnd telur mikilvægt af skipulagsástæðum að fá umráð yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar, uppræta greniskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning,“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins. Kaupin voru síðan gerð í september 2016 fyrir áðurnefnda upphæð. Samkomulag er í gildi milli Skógræktar ríkisins og þjóðgarðsins á Þingvöllum um að erlend tré innan þinghelginnar skuli felld þótt Skógræktin standi vörð um lundi utan þinghelginnar. „Trén sem voru í kring um Valhöll voru felld á grundvelli þess samkomulags,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og vísar til þess að talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám milli Valhallarreitsins og umræddrar sumarbústaðarlóðar á árinu 2006. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Ríkissjóður hefur keypt sumarbústað við Vallhallarreit að ósk Þingvallanefndar sem hyggst rífa húsið og „uppræta og fjarlægja greniskóginn“, eins og segir í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar í bréfi til forsætisráðuneytisins. „Opnun lóðarinnar fyrir almenning og uppræting greniskógarins myndi bæta til muna ásýnd þjóðgarðsins, bæði fyrir gangandi gesti sem og þá sem njóta útsýnis frá Hakinu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson í bréfi þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð forsætisráðuneytisins við kaup á húsinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/GVA„Fyrirsjáanlegt er að núverandi sumarbústaður og greniskógur stendur í vegi fyrir tengingu sem nú er rætt um að verði milli aðalaðstöðu ferðamanna á Hakinu og svæðisins við Valhallarreitinn og umhverfisins við Öxará,“ skrifar þjóðgarðsvörður og bætir við að svigrúm þurfi vegna stórviðburða, meðal annars árin 2018 og 2030. Húsið sem um ræðir er ríflega 70 ára, byggt 1945, og er 49 fermetrar. Bústaðurinn, sem var í eigu tíu einstaklinga úr sömu fjölskyldunni, var endurbyggður fyrir um aldarfjórðungi að því er fram kemur í verðmati sem fasteignasalan Eignamiðlun vann fyrir Þingvallanefnd. Eignamiðlun sagði húsið virðast vera í mjög góðu ástandi. „Staðsetning er einstök eða nánar tiltekið næsta lóð vestan við lóðina þar sem áður stóð Hótel Valhöll. Lóðin er skógi vaxin,“ segir Eignamiðlun um sjálfan staðinn sem er leigulóð í eigu ríkisins.Tré austan Þingvallabæjarins voru felld 2007. Fréttablaðið/AntonEignamiðlun mat verðmæti bústaðarins 35 milljónir króna. Í bréfi til fjármálaráðuneytisins í ágúst síðastliðnum tók forsætisráðuneytið undir ósk Þingvallanefndar um kaup á húsinu. „Þingvallanefnd telur mikilvægt af skipulagsástæðum að fá umráð yfir lóðinni sem er 5.600 fermetrar, uppræta greniskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning,“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins. Kaupin voru síðan gerð í september 2016 fyrir áðurnefnda upphæð. Samkomulag er í gildi milli Skógræktar ríkisins og þjóðgarðsins á Þingvöllum um að erlend tré innan þinghelginnar skuli felld þótt Skógræktin standi vörð um lundi utan þinghelginnar. „Trén sem voru í kring um Valhöll voru felld á grundvelli þess samkomulags,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og vísar til þess að talsvert var fellt af gömlum og háum grenitrjám milli Valhallarreitsins og umræddrar sumarbústaðarlóðar á árinu 2006. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira