„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2017 14:32 „Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira