„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2017 14:32 „Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent