„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2017 14:32 „Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira