Ferðakostnaður gæti haft áhrif á kosningar Benedikt Bóas skrifar 8. febrúar 2017 06:45 Guðni Bergsson og Björn Einarsson eru í kjöri til formanns KSÍ. vísir/anton brink Félög á landsbyggðinni eru uggandi yfir kostnaðinum sem fylgir því að fara til Vestmannaeyja og kjósa um nýjan formann KSÍ. Sérstaklega ef þarf að kaupa tvö flugsæti, til Reykjavíkur annars vegar og Vestmannaeyja hins vegar. Flugfélagið Ernir verður með fimm aukaflug í tengslum við ársþingið og kostar hvert flugsæti 25 þúsund krónur. Þá hefur KSÍ tekið frá herbergi í Vestmannaeyjum fyrir þingfulltrúa en sambandið greiðir ekki fargjaldið eða gistinguna fyrir fulltrúana. Það býður þó til kvöldverðar eftir þingið. Minni félög í landinu hreinlega geta ekki séð af fé í þennan kostnað samkvæmt samtölum við nokkra formenn. Flestir hafa þeir greitt fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár úr eigin vasa. Ársþing KSÍ fer fram á laugardag. Ekki verður aðeins kosið um nýjan formann sambandsins heldur verður einnig kosið í aðalstjórn, kosnir aðalfulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. Alls eiga 153 fulltrúar rétt til setu á ársþingi en ljóst er að ekki koma allir á þingið, en 146 voru skráðir á þingið í fyrra og mættu um 120. Í gær voru 83 búnir að skrá sig. Spennan er mest um formannsembættið. Tveir eru þar í kjöri, Björn Einarsson og Guðni Bergsson. Til þess að ná kjöri sem formaður þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný. Í seinni umferðinni ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Verði frambjóðendurnir aftur jafnir skal kjósa á ný með sama hætti. Verði þeir enn jafnir ræður hlutkesti. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að 30 ár séu frá síðasta ársþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum. „Ég skil alveg að þetta er kostnaður sem er hærri en venjulega en það á ekki að stoppa fólk. Að vera með svona kosningaþing, það hefði vissulega verið auðveldara að hafa það á heimavelli. Þá hefðum við haft okkar tæki og tól en við sendum stóran pakka með Herjólfi á fimmtudag ásamt tveimur starfsmönnum til að undirbúa þingið,“ segir Klara. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði en minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur hafa tvö til þrjú atkvæði. „Við eigum von á spennandi þingi. Yfirleitt hefur það verið búið um klukkan 16 en það gæti teygst til 18 vegna allra kosninganna,“ segir Klara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Félög á landsbyggðinni eru uggandi yfir kostnaðinum sem fylgir því að fara til Vestmannaeyja og kjósa um nýjan formann KSÍ. Sérstaklega ef þarf að kaupa tvö flugsæti, til Reykjavíkur annars vegar og Vestmannaeyja hins vegar. Flugfélagið Ernir verður með fimm aukaflug í tengslum við ársþingið og kostar hvert flugsæti 25 þúsund krónur. Þá hefur KSÍ tekið frá herbergi í Vestmannaeyjum fyrir þingfulltrúa en sambandið greiðir ekki fargjaldið eða gistinguna fyrir fulltrúana. Það býður þó til kvöldverðar eftir þingið. Minni félög í landinu hreinlega geta ekki séð af fé í þennan kostnað samkvæmt samtölum við nokkra formenn. Flestir hafa þeir greitt fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár úr eigin vasa. Ársþing KSÍ fer fram á laugardag. Ekki verður aðeins kosið um nýjan formann sambandsins heldur verður einnig kosið í aðalstjórn, kosnir aðalfulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. Alls eiga 153 fulltrúar rétt til setu á ársþingi en ljóst er að ekki koma allir á þingið, en 146 voru skráðir á þingið í fyrra og mættu um 120. Í gær voru 83 búnir að skrá sig. Spennan er mest um formannsembættið. Tveir eru þar í kjöri, Björn Einarsson og Guðni Bergsson. Til þess að ná kjöri sem formaður þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný. Í seinni umferðinni ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Verði frambjóðendurnir aftur jafnir skal kjósa á ný með sama hætti. Verði þeir enn jafnir ræður hlutkesti. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að 30 ár séu frá síðasta ársþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum. „Ég skil alveg að þetta er kostnaður sem er hærri en venjulega en það á ekki að stoppa fólk. Að vera með svona kosningaþing, það hefði vissulega verið auðveldara að hafa það á heimavelli. Þá hefðum við haft okkar tæki og tól en við sendum stóran pakka með Herjólfi á fimmtudag ásamt tveimur starfsmönnum til að undirbúa þingið,“ segir Klara. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði en minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur hafa tvö til þrjú atkvæði. „Við eigum von á spennandi þingi. Yfirleitt hefur það verið búið um klukkan 16 en það gæti teygst til 18 vegna allra kosninganna,“ segir Klara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30
Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18
Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00