Ferðakostnaður gæti haft áhrif á kosningar Benedikt Bóas skrifar 8. febrúar 2017 06:45 Guðni Bergsson og Björn Einarsson eru í kjöri til formanns KSÍ. vísir/anton brink Félög á landsbyggðinni eru uggandi yfir kostnaðinum sem fylgir því að fara til Vestmannaeyja og kjósa um nýjan formann KSÍ. Sérstaklega ef þarf að kaupa tvö flugsæti, til Reykjavíkur annars vegar og Vestmannaeyja hins vegar. Flugfélagið Ernir verður með fimm aukaflug í tengslum við ársþingið og kostar hvert flugsæti 25 þúsund krónur. Þá hefur KSÍ tekið frá herbergi í Vestmannaeyjum fyrir þingfulltrúa en sambandið greiðir ekki fargjaldið eða gistinguna fyrir fulltrúana. Það býður þó til kvöldverðar eftir þingið. Minni félög í landinu hreinlega geta ekki séð af fé í þennan kostnað samkvæmt samtölum við nokkra formenn. Flestir hafa þeir greitt fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár úr eigin vasa. Ársþing KSÍ fer fram á laugardag. Ekki verður aðeins kosið um nýjan formann sambandsins heldur verður einnig kosið í aðalstjórn, kosnir aðalfulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. Alls eiga 153 fulltrúar rétt til setu á ársþingi en ljóst er að ekki koma allir á þingið, en 146 voru skráðir á þingið í fyrra og mættu um 120. Í gær voru 83 búnir að skrá sig. Spennan er mest um formannsembættið. Tveir eru þar í kjöri, Björn Einarsson og Guðni Bergsson. Til þess að ná kjöri sem formaður þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný. Í seinni umferðinni ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Verði frambjóðendurnir aftur jafnir skal kjósa á ný með sama hætti. Verði þeir enn jafnir ræður hlutkesti. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að 30 ár séu frá síðasta ársþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum. „Ég skil alveg að þetta er kostnaður sem er hærri en venjulega en það á ekki að stoppa fólk. Að vera með svona kosningaþing, það hefði vissulega verið auðveldara að hafa það á heimavelli. Þá hefðum við haft okkar tæki og tól en við sendum stóran pakka með Herjólfi á fimmtudag ásamt tveimur starfsmönnum til að undirbúa þingið,“ segir Klara. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði en minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur hafa tvö til þrjú atkvæði. „Við eigum von á spennandi þingi. Yfirleitt hefur það verið búið um klukkan 16 en það gæti teygst til 18 vegna allra kosninganna,“ segir Klara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Félög á landsbyggðinni eru uggandi yfir kostnaðinum sem fylgir því að fara til Vestmannaeyja og kjósa um nýjan formann KSÍ. Sérstaklega ef þarf að kaupa tvö flugsæti, til Reykjavíkur annars vegar og Vestmannaeyja hins vegar. Flugfélagið Ernir verður með fimm aukaflug í tengslum við ársþingið og kostar hvert flugsæti 25 þúsund krónur. Þá hefur KSÍ tekið frá herbergi í Vestmannaeyjum fyrir þingfulltrúa en sambandið greiðir ekki fargjaldið eða gistinguna fyrir fulltrúana. Það býður þó til kvöldverðar eftir þingið. Minni félög í landinu hreinlega geta ekki séð af fé í þennan kostnað samkvæmt samtölum við nokkra formenn. Flestir hafa þeir greitt fyrir ferðina á ársþingið undanfarin ár úr eigin vasa. Ársþing KSÍ fer fram á laugardag. Ekki verður aðeins kosið um nýjan formann sambandsins heldur verður einnig kosið í aðalstjórn, kosnir aðalfulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. Alls eiga 153 fulltrúar rétt til setu á ársþingi en ljóst er að ekki koma allir á þingið, en 146 voru skráðir á þingið í fyrra og mættu um 120. Í gær voru 83 búnir að skrá sig. Spennan er mest um formannsembættið. Tveir eru þar í kjöri, Björn Einarsson og Guðni Bergsson. Til þess að ná kjöri sem formaður þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný. Í seinni umferðinni ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Verði frambjóðendurnir aftur jafnir skal kjósa á ný með sama hætti. Verði þeir enn jafnir ræður hlutkesti. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að 30 ár séu frá síðasta ársþingi sem fram fór í Vestmannaeyjum. „Ég skil alveg að þetta er kostnaður sem er hærri en venjulega en það á ekki að stoppa fólk. Að vera með svona kosningaþing, það hefði vissulega verið auðveldara að hafa það á heimavelli. Þá hefðum við haft okkar tæki og tól en við sendum stóran pakka með Herjólfi á fimmtudag ásamt tveimur starfsmönnum til að undirbúa þingið,“ segir Klara. Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði en minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur hafa tvö til þrjú atkvæði. „Við eigum von á spennandi þingi. Yfirleitt hefur það verið búið um klukkan 16 en það gæti teygst til 18 vegna allra kosninganna,“ segir Klara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18 Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30
Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar Björn Einarsson tilkynnti í dag að hann muni bjóða sig fram til embættis formanns KSÍ. Hann ætlar að vinna launalaust verði hann kjörinn. 5. janúar 2017 18:18
Björn Einarsson staðfestir framboð sitt til formanns KSÍ Guðni Bergsson fær samkeppni frá formanni Víkings. 5. janúar 2017 15:53
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00