Laxastofn frá Noregi sagður vera íslenskur Sveinn Arnarsson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Fiskeldi Arnarlax á Bíldudal áformar að framleiða 10 þúsund tonn á þessu ári. vísir/pjetur Markaðs- og kynningarstjóri Hreggnasa segir ótækt að laxeldisfyrirtæki auglýsi og markaðssetji afurð sína sem íslenskan lax þar sem hann sé ekki af íslenskum stofni heldur norskum. Forstjóri Arnarlax telur hins vegar um íslenska afurð að ræða. „Það er til vara sem heitir íslenskur lax, vara sem markaðssett hefur verið erlendis í áratugi með þeirri ímynd að þar fari hrein afurð, villt úr íslenskri náttúru,“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Hreggnasa, sem selur veiðileyfi í íslenskar laxveiðiár til einstaklinga um allan heim. „Nú ber svo við að hingað er komið norskt sjókvíaeldisfyrirtæki, elur upp norskan lax í sjókvíum og selur hann og markaðssetur sem íslenskan. Meira að segja er íslenskur fáni settur á vöruna í Asíu og á Indlandi,“ bætir Haraldur við. Er Haraldur hér að vitna til fyrirtækisins Arnarlax, sem rekur laxeldi frá Bíldudal og fer framleiðslan fram í þremur fjörðum; Patreksfirði, Arnarfirði og Tálknafirði. Þessu er Kristian Matthiasson, forstjóri Arnarlax, ósammála. „Þetta er í grunninn lax sem var fluttur til Íslands fyrir tveimur áratugum. Við kaupum hann frá innlendu fyrirtæki og köllum hann íslenskan lax. Þeir sem eru síðan á móti laxeldinu segja að hann sé norskur lax,“ segir Kristian. „Þetta er alveg eins með okkur Íslendingana sem höfum verið hér í 20 ár.“ Fyrirtækið áformar að slátra um tíu þúsund tonnum af laxi í ár. „Við verðum að átta okkur á að hér er um að ræða kynbættan lax frá fyrirtæki hér á landi. Því er ekki rétt að segja að þetta sé ekki íslenskur lax.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Markaðs- og kynningarstjóri Hreggnasa segir ótækt að laxeldisfyrirtæki auglýsi og markaðssetji afurð sína sem íslenskan lax þar sem hann sé ekki af íslenskum stofni heldur norskum. Forstjóri Arnarlax telur hins vegar um íslenska afurð að ræða. „Það er til vara sem heitir íslenskur lax, vara sem markaðssett hefur verið erlendis í áratugi með þeirri ímynd að þar fari hrein afurð, villt úr íslenskri náttúru,“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Hreggnasa, sem selur veiðileyfi í íslenskar laxveiðiár til einstaklinga um allan heim. „Nú ber svo við að hingað er komið norskt sjókvíaeldisfyrirtæki, elur upp norskan lax í sjókvíum og selur hann og markaðssetur sem íslenskan. Meira að segja er íslenskur fáni settur á vöruna í Asíu og á Indlandi,“ bætir Haraldur við. Er Haraldur hér að vitna til fyrirtækisins Arnarlax, sem rekur laxeldi frá Bíldudal og fer framleiðslan fram í þremur fjörðum; Patreksfirði, Arnarfirði og Tálknafirði. Þessu er Kristian Matthiasson, forstjóri Arnarlax, ósammála. „Þetta er í grunninn lax sem var fluttur til Íslands fyrir tveimur áratugum. Við kaupum hann frá innlendu fyrirtæki og köllum hann íslenskan lax. Þeir sem eru síðan á móti laxeldinu segja að hann sé norskur lax,“ segir Kristian. „Þetta er alveg eins með okkur Íslendingana sem höfum verið hér í 20 ár.“ Fyrirtækið áformar að slátra um tíu þúsund tonnum af laxi í ár. „Við verðum að átta okkur á að hér er um að ræða kynbættan lax frá fyrirtæki hér á landi. Því er ekki rétt að segja að þetta sé ekki íslenskur lax.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira