Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 17:00 Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira