Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 17:00 Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?