Vilja afglæpavæða heimilisofbeldi að hluta Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 11:59 Rússneska þingið. Vísir/AFP Neðri hluti rússneska þingsins, Dúman, hefur kosið að hleypa frumvarpi sem ætlað er að afglæpavæða heimilisofbeldi að hluta í gegnum aðra umræðu í þinginu. Samkvæmt frumvarpinu yrðu einstaklingar dæmdir til að greiða sekt fyrir að beita fjölskyldu meðlimi ofbeldi í fyrsta sinn. 358 þingmenn kusu með frumvarpinu, tveir kusu gegn því og einn sat hjá. Frumvarpið mun svara fara í gegnum þriðju umræðu á föstudaginn, svo mun það fara í gegnum efri deild þingsins áður en það endar á skrifborði Vladimir Putin, forseta.Þingkonan Olga Batalina, ein af flytjendum frumvarpsins.Vísir/AFPÞingkonan Olga Batalina, ein af flytjendum frumvarpsins, segir að frumvarpið muni ekki hlífa þeim sem gangi í skrokk á fjölskyldumeðlimum sínum. Allir þeir sem „skelfi fjölskyldur sínar“ og geri það reglulega muni þurfa að svara það. Lögin fjalla um ofbeldi sem veldur ekki líkamlegum meiðslum.Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, var frumvarpið samið af þingmönnum eftir að lögum var breytt í fyrra á þann veg að refsað væri fyrir líkamsárásir með sektum. Það hafi leitt til umræðu um hvernig það gæti verið að það þyrfti bara að greiða sektir fyrir að ganga í skrokk á ókunnugum, en hægt væri að fara í fangelsi fyrir að beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Verði frumvarið að lögum verða sektir fyrir að beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi einu sinni allt að 30 þúsund rúblur, eða um 55 þúsund krónur. Einnig verður hægt að dæma einstaklinga til 120 tíma samfélagsþjónustu eða 15 daga fangelsisvistar. Fyrir ítrekuð brot er hægt að sekta aðila um tæpar 80 þúsund krónur, dæma þá til sex mánaða samfélagsþjónustu eða til þriggja mánaða fangelsisvistar.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa um 200 þúsund manns skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla frumvarpinu og mótmælendur mótmæltu við þinghúsið þegar frumvarpið fór í gegnum aðra umræðu í morgun. Fréttaveitan vísar í nýlega könnun í Rússlandi þar sem 19 prósent þeirra sem svöruðu segja að það „geti verið réttlætanlegt“ eða slá eiginkonu, eiginmann eða barn við „ákveðnar kringumstæður“. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Neðri hluti rússneska þingsins, Dúman, hefur kosið að hleypa frumvarpi sem ætlað er að afglæpavæða heimilisofbeldi að hluta í gegnum aðra umræðu í þinginu. Samkvæmt frumvarpinu yrðu einstaklingar dæmdir til að greiða sekt fyrir að beita fjölskyldu meðlimi ofbeldi í fyrsta sinn. 358 þingmenn kusu með frumvarpinu, tveir kusu gegn því og einn sat hjá. Frumvarpið mun svara fara í gegnum þriðju umræðu á föstudaginn, svo mun það fara í gegnum efri deild þingsins áður en það endar á skrifborði Vladimir Putin, forseta.Þingkonan Olga Batalina, ein af flytjendum frumvarpsins.Vísir/AFPÞingkonan Olga Batalina, ein af flytjendum frumvarpsins, segir að frumvarpið muni ekki hlífa þeim sem gangi í skrokk á fjölskyldumeðlimum sínum. Allir þeir sem „skelfi fjölskyldur sínar“ og geri það reglulega muni þurfa að svara það. Lögin fjalla um ofbeldi sem veldur ekki líkamlegum meiðslum.Samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, var frumvarpið samið af þingmönnum eftir að lögum var breytt í fyrra á þann veg að refsað væri fyrir líkamsárásir með sektum. Það hafi leitt til umræðu um hvernig það gæti verið að það þyrfti bara að greiða sektir fyrir að ganga í skrokk á ókunnugum, en hægt væri að fara í fangelsi fyrir að beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Verði frumvarið að lögum verða sektir fyrir að beita fjölskyldumeðlimi ofbeldi einu sinni allt að 30 þúsund rúblur, eða um 55 þúsund krónur. Einnig verður hægt að dæma einstaklinga til 120 tíma samfélagsþjónustu eða 15 daga fangelsisvistar. Fyrir ítrekuð brot er hægt að sekta aðila um tæpar 80 þúsund krónur, dæma þá til sex mánaða samfélagsþjónustu eða til þriggja mánaða fangelsisvistar.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa um 200 þúsund manns skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla frumvarpinu og mótmælendur mótmæltu við þinghúsið þegar frumvarpið fór í gegnum aðra umræðu í morgun. Fréttaveitan vísar í nýlega könnun í Rússlandi þar sem 19 prósent þeirra sem svöruðu segja að það „geti verið réttlætanlegt“ eða slá eiginkonu, eiginmann eða barn við „ákveðnar kringumstæður“.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira