Missa af mikilvægum stundum í lífi sínu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 20:00 Í fyrra vann Snædís Rán Hjartardóttir mál gegn stjórnvöldum, því hún fékk ekki túlkaþjónustu frá Samskiptamiðstöð þar sem túlkasjóðurinn var tómur og því þurfti hún sjálf að greiða fyrir þjónustuna. Í kjölfarið fóru sjö einstaklingar, sem höfðu ekki heldur fengið túlkaþjónustu, fram á miskabætur. Aðeins tveir fengu þó bætur, þeir sem höfðu sjálfir lagt út fyrir þjónustunni. Hinir fimm höfðu ekki haft ráð á því og þar af leiðandi misst af viðburðinum þar sem þeir þurfti túlkun. Snædís er formaður Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Hún segir ótækt að miskabætur séu metnar út frá getu einstaklinga til að leggja sjálfir út fyrir túlkaþjónustu. Hún segir einnig að lítið hafi breyst í túlkjaþjónustunni þrátt fyrir að hafa unnið málið. Áður hafi fólk ekki fengið túlk því það var ekki til peningur. Nú fái fólk ekki túlk því það er enginn laus túlkur. „Mig grunar að það sé bara búið að aðlaga skipulagið betur að fjármagni frekar en að auka framboðið af þjónustu. En hins vegar er ekkert búið að reyna að skilgreina réttinn til þjónustunnar. Hvernig á maður að berjast fyrir þjónustu þegar maður veit ekki hver réttur manns er?“ spyr Snædís. Einungis túlkaþjónusta vegna menntunar og heilbrigðisþjónustu er lögbundin en ekki vegna félagsstarfa. Systir Snædísar, sem einnig er með sjón- og heyrnarskerðingu, fékk að vita daginn fyrir útskriftarveislu sína að hún fengi engan túlk, þrátt fyrir að hafa pantað þjónustuna með góðum fyrirvara. Það varpaði stórum skugga á útskriftardaginn. Snædís segir mikilvægt að skilgreina þjónustuna betur svo fólk missi ekki af mikilvægum stundum í lífi sínu. „Það er kannski hægt að bæta við peningum en það er skammtímalausn. Við vitum að verðbólga hér étur upp öll aukafjárlög á endanum. Það sem skiptir mestu máli er að binda þetta í lög þannig að það verði skýrt til hvers rétturinn er. Frekar en að tengja hann bara við peningana sem eru til hverju sinni,“ segir Snædís. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Í fyrra vann Snædís Rán Hjartardóttir mál gegn stjórnvöldum, því hún fékk ekki túlkaþjónustu frá Samskiptamiðstöð þar sem túlkasjóðurinn var tómur og því þurfti hún sjálf að greiða fyrir þjónustuna. Í kjölfarið fóru sjö einstaklingar, sem höfðu ekki heldur fengið túlkaþjónustu, fram á miskabætur. Aðeins tveir fengu þó bætur, þeir sem höfðu sjálfir lagt út fyrir þjónustunni. Hinir fimm höfðu ekki haft ráð á því og þar af leiðandi misst af viðburðinum þar sem þeir þurfti túlkun. Snædís er formaður Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Hún segir ótækt að miskabætur séu metnar út frá getu einstaklinga til að leggja sjálfir út fyrir túlkaþjónustu. Hún segir einnig að lítið hafi breyst í túlkjaþjónustunni þrátt fyrir að hafa unnið málið. Áður hafi fólk ekki fengið túlk því það var ekki til peningur. Nú fái fólk ekki túlk því það er enginn laus túlkur. „Mig grunar að það sé bara búið að aðlaga skipulagið betur að fjármagni frekar en að auka framboðið af þjónustu. En hins vegar er ekkert búið að reyna að skilgreina réttinn til þjónustunnar. Hvernig á maður að berjast fyrir þjónustu þegar maður veit ekki hver réttur manns er?“ spyr Snædís. Einungis túlkaþjónusta vegna menntunar og heilbrigðisþjónustu er lögbundin en ekki vegna félagsstarfa. Systir Snædísar, sem einnig er með sjón- og heyrnarskerðingu, fékk að vita daginn fyrir útskriftarveislu sína að hún fengi engan túlk, þrátt fyrir að hafa pantað þjónustuna með góðum fyrirvara. Það varpaði stórum skugga á útskriftardaginn. Snædís segir mikilvægt að skilgreina þjónustuna betur svo fólk missi ekki af mikilvægum stundum í lífi sínu. „Það er kannski hægt að bæta við peningum en það er skammtímalausn. Við vitum að verðbólga hér étur upp öll aukafjárlög á endanum. Það sem skiptir mestu máli er að binda þetta í lög þannig að það verði skýrt til hvers rétturinn er. Frekar en að tengja hann bara við peningana sem eru til hverju sinni,“ segir Snædís.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira