Birgitta ánægð með ákvörðun Obama um að stytta dóm Manning Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2017 18:45 Barack Obama Bandaríkjaforseti stytti í gær fangelsisdóm yfir uppljóstraranum Chelsea Manning um tuttugu og átta ár. Amnesty International fagnar þessu og vonar að forsetinn náði einnig Edward Snowden og fleiri áður en hann yfirgefur forsetaembættið eftir þrjá daga.Bradley Manning þjónaði í leyniþjónustu Bandaríkjahers í Bagdad í Írak árið 2010 þegar hann afritaði 700 þúsund skjöl, myndbönd, tölvupósta og hernaðarskýrslur og kom þeim til Wikileaks sem kom þeim síðan till valinna fjölmiðla. Hann var síðan handtekinn og dæmdur fyrir herrétti í 35 ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem uppljóstrari í Bandaríkjunum hefur fengið. Eftir dómsuppkvaðningu upplýsti Manning að hann væri transgender og tók upp nafnið Chelsea Manning. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata kom að því að myndband sem Manning lak til almennings var birt á netinu. En á því myndbandi mátti sjá bandaríska hermenn skjóta úr þyrlu á saklausa borgara í einum hverfa Baghdad í Írak. Þetta myndband var mjög sláandi fyrir morðin sem þau sýndu og það orðbragð sem hermennirnir viðhöfðu á meðan þeir myrtu varnarlaust fólkið á jörðu niðri og olli mikilli hneykslan meðal almennings víða um heim. Birgitta er ánægð með ákvörðun Obama. „Já ég var vissulega mjög ánægð og þakklát fyrir hennar hönd að hún sé að fara að komast út í ljósið eftir að hafa verið svona lengi í fangelsi. Eftir að hafa verið í lífshættu svo lengi bæði út af því að hún hefur verið pynduð og henni hefur verið refsað með einangrun sem hún á mjög erfitt með, fyrir einfalda hluti eins og að hafa útrunnið tannkrem,“ segir Birgitta.Manning sleppt 17. maí Þegar Manning verður sleppt hinn 17. maí næst komandi hefur hún setið í fangelsi í sjö ár af þeim 35 sem hún var dæmd í. Hún hefur átt í sálrænum erfiðleikum þar sem henni er haldið í Fort Leavenworth herfangelsinu í Kansas sem eingöngu er ætlað karlmönnum og reyndi tvívegis að svipta sig lífi á síðasta ári. „Það er rétt. Hún byrjaði kynleiðréttingarferlið eftir mikla baráttu í fangelsinu. Hún hefur ekki fengið leyfi til að vera flutt í kvennafangelsi. Allir sem þekkja til hvernig fangelsismál eru í Bandaríkjunum vita að það er eitt að vera í hefðbundnu fangelsi og erfitt, en vera í herfangelsi og vera hinsegin er hrikalegt,“ segir Birgitta. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur stytt eins marga fangelsisdóma og Barack Obama sem í gær bætti Chelsea Mannig á listann sem nú telur 1.385 manns. Þá hefur hann náðað 212 einstaklinga. Í raun felst ákvörðun forsetans í því að hann telji Manning hafa setið af sér refsingu sína. Enginn forseti hefur hins vegar náðað jafn marga sakamenn og Franklin D. Roosevelt sem á 12 ára forsetaferli náðaði 2.819 dæmda sakamenn. Birgitta hefur verið í sambandi við lögfræðinga Manning og hana sjálfa í fangelsinu. Hún segir Manning hafa varpað ljósi á stríðsglæpi og spillingu og sýnt ótrúlegt hugrekki og í raun fórnað sinni framtíð.Birgitta bíður með opinn faðminn „Ég get ekki beðið eftir að opna faðminn og knúsa hana. Mér finnst ég bera pínulitla ábyrgð að tryggja hennar velferð. Ég get ekki lýst því hvað ég er óendanlega þakklát og glöð að vita að hún er að fara að komast á þann stað að hún sé hólpin,“ segir Birgitta sem segir Obama einnig hafa sýnt hugrekki með ákvörðun sinni sem vonandi leiði til þess að Edward Snowden og fleiri uppljóstrar verði náðaðir.Amnesty International hefur árum saman barist fyrir því að Manning verði sleppt úr fangelsi. Steve Crawshaw háttsettur ráðgjafi samtakanna segir að hún hefði aldrei átt að fara í fangelsi en á sama tíma gangi þeir frjálsir sem frömdu þá glæpi sem hún kom upp um. „Það yrði frábært ef Obama forseti sýndi góðan hug og yrði við ekki bara kröfum Amnesty International heldur fjölmargra annarra og náðaði Edward Snowden áður en hann lætur af embætti. Það yrðu mjög mikilvæg skilaboð til heimsins á komandi árum,“ segir Ceawshaw. Sem telur bandaríkjastjórn bera ábyrgð á útlegð Snowden í Rússlandi með því að ógilda vegabréf hans á leið hans til Suður Ameríku. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti stytti í gær fangelsisdóm yfir uppljóstraranum Chelsea Manning um tuttugu og átta ár. Amnesty International fagnar þessu og vonar að forsetinn náði einnig Edward Snowden og fleiri áður en hann yfirgefur forsetaembættið eftir þrjá daga.Bradley Manning þjónaði í leyniþjónustu Bandaríkjahers í Bagdad í Írak árið 2010 þegar hann afritaði 700 þúsund skjöl, myndbönd, tölvupósta og hernaðarskýrslur og kom þeim til Wikileaks sem kom þeim síðan till valinna fjölmiðla. Hann var síðan handtekinn og dæmdur fyrir herrétti í 35 ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem uppljóstrari í Bandaríkjunum hefur fengið. Eftir dómsuppkvaðningu upplýsti Manning að hann væri transgender og tók upp nafnið Chelsea Manning. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata kom að því að myndband sem Manning lak til almennings var birt á netinu. En á því myndbandi mátti sjá bandaríska hermenn skjóta úr þyrlu á saklausa borgara í einum hverfa Baghdad í Írak. Þetta myndband var mjög sláandi fyrir morðin sem þau sýndu og það orðbragð sem hermennirnir viðhöfðu á meðan þeir myrtu varnarlaust fólkið á jörðu niðri og olli mikilli hneykslan meðal almennings víða um heim. Birgitta er ánægð með ákvörðun Obama. „Já ég var vissulega mjög ánægð og þakklát fyrir hennar hönd að hún sé að fara að komast út í ljósið eftir að hafa verið svona lengi í fangelsi. Eftir að hafa verið í lífshættu svo lengi bæði út af því að hún hefur verið pynduð og henni hefur verið refsað með einangrun sem hún á mjög erfitt með, fyrir einfalda hluti eins og að hafa útrunnið tannkrem,“ segir Birgitta.Manning sleppt 17. maí Þegar Manning verður sleppt hinn 17. maí næst komandi hefur hún setið í fangelsi í sjö ár af þeim 35 sem hún var dæmd í. Hún hefur átt í sálrænum erfiðleikum þar sem henni er haldið í Fort Leavenworth herfangelsinu í Kansas sem eingöngu er ætlað karlmönnum og reyndi tvívegis að svipta sig lífi á síðasta ári. „Það er rétt. Hún byrjaði kynleiðréttingarferlið eftir mikla baráttu í fangelsinu. Hún hefur ekki fengið leyfi til að vera flutt í kvennafangelsi. Allir sem þekkja til hvernig fangelsismál eru í Bandaríkjunum vita að það er eitt að vera í hefðbundnu fangelsi og erfitt, en vera í herfangelsi og vera hinsegin er hrikalegt,“ segir Birgitta. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur stytt eins marga fangelsisdóma og Barack Obama sem í gær bætti Chelsea Mannig á listann sem nú telur 1.385 manns. Þá hefur hann náðað 212 einstaklinga. Í raun felst ákvörðun forsetans í því að hann telji Manning hafa setið af sér refsingu sína. Enginn forseti hefur hins vegar náðað jafn marga sakamenn og Franklin D. Roosevelt sem á 12 ára forsetaferli náðaði 2.819 dæmda sakamenn. Birgitta hefur verið í sambandi við lögfræðinga Manning og hana sjálfa í fangelsinu. Hún segir Manning hafa varpað ljósi á stríðsglæpi og spillingu og sýnt ótrúlegt hugrekki og í raun fórnað sinni framtíð.Birgitta bíður með opinn faðminn „Ég get ekki beðið eftir að opna faðminn og knúsa hana. Mér finnst ég bera pínulitla ábyrgð að tryggja hennar velferð. Ég get ekki lýst því hvað ég er óendanlega þakklát og glöð að vita að hún er að fara að komast á þann stað að hún sé hólpin,“ segir Birgitta sem segir Obama einnig hafa sýnt hugrekki með ákvörðun sinni sem vonandi leiði til þess að Edward Snowden og fleiri uppljóstrar verði náðaðir.Amnesty International hefur árum saman barist fyrir því að Manning verði sleppt úr fangelsi. Steve Crawshaw háttsettur ráðgjafi samtakanna segir að hún hefði aldrei átt að fara í fangelsi en á sama tíma gangi þeir frjálsir sem frömdu þá glæpi sem hún kom upp um. „Það yrði frábært ef Obama forseti sýndi góðan hug og yrði við ekki bara kröfum Amnesty International heldur fjölmargra annarra og náðaði Edward Snowden áður en hann lætur af embætti. Það yrðu mjög mikilvæg skilaboð til heimsins á komandi árum,“ segir Ceawshaw. Sem telur bandaríkjastjórn bera ábyrgð á útlegð Snowden í Rússlandi með því að ógilda vegabréf hans á leið hans til Suður Ameríku.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira