Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:55 Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent