Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:55 Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08