Innlent

Grunur um að hross hafi verið misnotuð kynferðislega

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá MAST gáfu ummerki á staðnum tilefni til að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum dýravelferðarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við dýr.
Samkvæmt tilkynningu frá MAST gáfu ummerki á staðnum tilefni til að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum dýravelferðarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við dýr. Vísir/Magnús Hlynur
Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta kynferðislega misnotkun á hrossum í hesthúsi á höfuðborgarsvæðinu um jólin. Samkvæmt tilkynningu frá MAST gáfu ummerki á staðnum tilefni til að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum dýravelferðarlaga um samræði eða önnur kynferðismök við dýr.

Eigendur hrossanna tilkynntu málið til Matvælastofnunar en enginn liggur undir grun að svo stöddu.

Í nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi 1. janúar 2014 var í fyrsta sinn bundið í lög bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum. Í 15. gr. laganna er lagt á sérstakt bann við að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli, yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi, hafa samræði eða önnur kynferðismök við dýr, nota lifandi dýr sem fóður, agn eða sem skotmark við skotæfingar eða skotkeppni, etja dýrum saman til áfloga, þvinga fóður eða vatn ofan í dýr nema nauðsynlegt sé vegna læknismeðferðar og að misbjóða dýrum á annan sambærilegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×