Innlent

Þrettándabrennur á þremur stöðum í borginni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Brennur verða í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti.
Brennur verða í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. vísir/anton
Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar; í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti.

Þrettándahátíð í Vesturbænum hefst klukkan 18 við Melaskóla. Þar munu ungmenni úr grunnskólum Vesturbæjar leiða fjöldasöng og síðan verður gengið með blys að brennunni á Ægissíðu. Borinn verður eldur að kestinum klukkan 18.30 og flugeldasýning verður klukkan 18.45.

Í Grafarvogi verður þrettándagleðin haldin við Gufunesbæ. Kakósala verður í Hlöðunni frá klukkan 17 og klukkan 17.55 hefset blysför. Kveikt verður í brennu og skemmtun á sviði klukkan 18 og gleðinni lýkur síðan með flugeldasýningu klukkan 18.30.

Í Grafarholti verður safnast saman við Guðríðarkirkju um kl. 19.00 og blysför hefst 19.10. Gengið verður inn að félagsaðstöðunni í Leirdal þar sem kveikt verður í þrettándabrennu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×